Ítalska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem staðfest var að leikmennirnir tveir myndu ekki taka þátt í leikjum ítalska landsliðsins í yfirstandandi landsleikjaglugga þar sem liðið mætir Möltu og Englandi.
Sandro Tonali and Nicolo Zaniolo have been released from the Italy squad after the Turin Public Prosecutor's Office conducted an investigation into the players. pic.twitter.com/MlRVPz8IvV
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 12, 2023
Ítalska fréttaveitan ANSA greindi svo frá því að leikmennirnir hafi báðir verið yfirheyrðir vegna rannsóknar á broti á veðmálareglum.
„Knattspyrnusambandið greinir frá því í dag að saksóknaraembættið í Turin hafi hafið rannsókn á leikmönnunum Sandro Tonali og Nicolo Zaniolo, sem um þessar mundir æfa með landsliðinu á Coverciano Federal æfingasvæðinu,“ sagði í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins.
„Burtséð frá því hvert eðli rannsóknarinnar er er ljóst að leikmennirnir eru ekki í réttu ástandi til að mæta til leiks í leikina sem framundan eru og hefur sambandið því ákveðið að leyfa þeim að snúa aftur til félagsliða sinna.“