Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 14:01 Margir hafa reynt að smygla fíkniefnum fram hjá tollvöðrum í Leifsstöð það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira