Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:44 Hellisheiði var lokuð í morgun þegar fyrsta almenninlega vetrarlægðin gekk yfir Vísir/Steingrímur Dúi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“ Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49