Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 10:06 Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni. Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira