„Það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum kannski ekki beint mikla reynslu af því“ Kári Mímisson skrifar 11. október 2023 22:31 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með 18 marka sigur liðsins á Lúxemborg nú í kvöld. Það varð snemma ljóst í hvað stefndi en Arnar segir að stelpurnar hafi spilað leikinn vel. „Ég er bara sáttur, ánægður að klára þetta svona vel. Við vissum það svo sem fyrir fram að við værum sterkara liðið en það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum ekki kannski ekki beint mikla reynslu af því. Það var þolinmæði í þessu hjá okkur, agi, við stöndum vörnina vel og það koma inn nýjar stelpur sem skiluðu sínu. Þannig að ég er bara ánægður með allt“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta strax að leik loknum. Spurður að því hvort hann hafi fengið einhver svör eftir leikinn segir hann leikinn hafa gefið liðinu mikið þó svo að getumunurinn hafi verið mikill. Nýjar stelpur hafi fengið tækifæri og þær hafi staðið fyrir sínu. „Allt skilar þetta einhverju. Við fáum ákveðin svör út úr þessum leik eins og að við erum að keyra inn nýjar stelpur inn varnarlega. Fáum Berglindi inn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við spiluðum Katrínu Tinnu í hafsentinn í stöðu sem að Steinunn Björnsdóttir hefur átt með Sunnu. Við erum að fá helling út úr þessu, getum tekið mikið með okkur og svo gerðum við þetta mjög fagmannlega.“ Hörkuleikur framundan gegn Færeyjum Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Færeyjum á sunnudag. Arnar segir að það beri að varast Færeyinga sem séu í mikilli framför. Hann bendir á að liðið sé skipað fullt af stelpum sem séu að spila í sterkum liðum og hafa þar stór hlutverk. „Við erum að fara í hörkuleik á sunnudaginn. Það er búið að vera að tala um skyldusigur sem er svona orð sem mér þykir ekkert alltof skemmtilegt en það á bara alls ekki við núna. Færeyingarnir eru í gríðarlegri framför og við sjáum það alls staðar. Þeir eru að ná góðum árangri í félagsliða fótboltanum karla megin. Við sjáum það í handboltanum í yngri landsliðunum karla megin líka en þar eru að koma upp ofboðslega sterkir leikmenn og við höfum verið að tapa fyrir þeim núna í undir 20 ára og undir 18 ára. Þeir eru komnir með strák til Kiel og eru með annan mjög efnilegan, Óli Mittún en við mætum systur hans til dæmis á sunnudaginn. Þannig að Færeyingarnir eru að gera margt gott og eru að vinna ofboðslega góða vinnu sem að ég held að við getum svolítið horft til þar sem þeir eru að skila hverjum leikmanninum á fætur öðrum. Það sama er að gerast kvenna megin þar sem þeir eru með fimm stelpur í bestu deild heims og allar í hlutverki hjá sínum liðum. Þeir eru með stelpu í markinu hjá Follo í norsku úrvalsdeildinni. Þannig að þetta eru allt leikmenn sem eru að spila, eru í hlutverki þannig að þetta eru alvöru leikmenn og alvöru lið sem við erum að fara að mæta. Auðvitað ætlum við að fara til Færeyja og vinna þann leik en til þess þurfum við góða frammistöðu.“ Það var fjölmennt í stúkunni í dag en stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum. Hversu mikið gefur þetta ykkur? „Það er auðvitað frábært og ég er virkilega stoltur af því hvað það var góð mæting hér í dag. Lúxemborg er ekki hátt skrifað en ég er ótrúlega stoltur af mætingunni og eiginlega hálf hrærður yfir henni. Fyrir stelpurnar þá skiptir þetta alveg gríðarlegu máli og maður fann það strax í upphituninni. Þetta hjálpaði okkur mjög mikið“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Ég er bara sáttur, ánægður að klára þetta svona vel. Við vissum það svo sem fyrir fram að við værum sterkara liðið en það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum ekki kannski ekki beint mikla reynslu af því. Það var þolinmæði í þessu hjá okkur, agi, við stöndum vörnina vel og það koma inn nýjar stelpur sem skiluðu sínu. Þannig að ég er bara ánægður með allt“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta strax að leik loknum. Spurður að því hvort hann hafi fengið einhver svör eftir leikinn segir hann leikinn hafa gefið liðinu mikið þó svo að getumunurinn hafi verið mikill. Nýjar stelpur hafi fengið tækifæri og þær hafi staðið fyrir sínu. „Allt skilar þetta einhverju. Við fáum ákveðin svör út úr þessum leik eins og að við erum að keyra inn nýjar stelpur inn varnarlega. Fáum Berglindi inn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við spiluðum Katrínu Tinnu í hafsentinn í stöðu sem að Steinunn Björnsdóttir hefur átt með Sunnu. Við erum að fá helling út úr þessu, getum tekið mikið með okkur og svo gerðum við þetta mjög fagmannlega.“ Hörkuleikur framundan gegn Færeyjum Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Færeyjum á sunnudag. Arnar segir að það beri að varast Færeyinga sem séu í mikilli framför. Hann bendir á að liðið sé skipað fullt af stelpum sem séu að spila í sterkum liðum og hafa þar stór hlutverk. „Við erum að fara í hörkuleik á sunnudaginn. Það er búið að vera að tala um skyldusigur sem er svona orð sem mér þykir ekkert alltof skemmtilegt en það á bara alls ekki við núna. Færeyingarnir eru í gríðarlegri framför og við sjáum það alls staðar. Þeir eru að ná góðum árangri í félagsliða fótboltanum karla megin. Við sjáum það í handboltanum í yngri landsliðunum karla megin líka en þar eru að koma upp ofboðslega sterkir leikmenn og við höfum verið að tapa fyrir þeim núna í undir 20 ára og undir 18 ára. Þeir eru komnir með strák til Kiel og eru með annan mjög efnilegan, Óli Mittún en við mætum systur hans til dæmis á sunnudaginn. Þannig að Færeyingarnir eru að gera margt gott og eru að vinna ofboðslega góða vinnu sem að ég held að við getum svolítið horft til þar sem þeir eru að skila hverjum leikmanninum á fætur öðrum. Það sama er að gerast kvenna megin þar sem þeir eru með fimm stelpur í bestu deild heims og allar í hlutverki hjá sínum liðum. Þeir eru með stelpu í markinu hjá Follo í norsku úrvalsdeildinni. Þannig að þetta eru allt leikmenn sem eru að spila, eru í hlutverki þannig að þetta eru alvöru leikmenn og alvöru lið sem við erum að fara að mæta. Auðvitað ætlum við að fara til Færeyja og vinna þann leik en til þess þurfum við góða frammistöðu.“ Það var fjölmennt í stúkunni í dag en stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum. Hversu mikið gefur þetta ykkur? „Það er auðvitað frábært og ég er virkilega stoltur af því hvað það var góð mæting hér í dag. Lúxemborg er ekki hátt skrifað en ég er ótrúlega stoltur af mætingunni og eiginlega hálf hrærður yfir henni. Fyrir stelpurnar þá skiptir þetta alveg gríðarlegu máli og maður fann það strax í upphituninni. Þetta hjálpaði okkur mjög mikið“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira