Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 22:01 Landsréttur hefur staðfest að lögregla fái heimild til að skoða síma manns sem er grunaður um að eiga þátt í að frelsissvipta og beita mann ofbeldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn. Dómsmál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.
Dómsmál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira