Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 22:01 Landsréttur hefur staðfest að lögregla fái heimild til að skoða síma manns sem er grunaður um að eiga þátt í að frelsissvipta og beita mann ofbeldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn. Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað þann 14. ágúst á þessu ári. Brotaþoli hefur lýst árásinni á þann veg að einn árásarmaðurinn hafi boðið sér á rúntinn og hann samþykkt það. Brotaþolinn hafi ætlað að sækja manninn og setið í framsæti bifreiðar sinnar þegar tveir grímuklæddir menn hafi komið inn í bílinn, benslað á honum hendurnar, tekið hann hálstaki og haldið honum niðri og ekið með sig á brott. Járnrör og hamrar vopn mannanna Þá segir brotaþolinn að grímuklæddu mennirnir hafi sagt honum að afklæðast, og þeir hafi tekið skóna hans, úrið, síma og eyrnalokka. Eftir hafi hann staðið á nærbuxunum og þeir lamið hann með járnröri, kúluhamri og venjulegum hamri. Hann segir mennina hafa lamið sig í ristirnar. Síðan hafi hann reynt að skýla fótunum og þá hafi hann fengið högg í andlitið. Þar á eftir hafi þeir sagt honum að fara úr nærbuxunum og mennirnir reynt að stinga járnrörinu í endaþarm hans. Þeir hafi síðan heyrt hávaða og þá hafi komið upp styggð að hópnum og þeir ekið á brott. Með fyrrverandi kærustu eins mannsins Brotaþolinn telji hann árásina skipulagða og tók fram að hún hefði verið tekin upp. Þá segist hann telja að málið snúist um að hann hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu eins mannsins. Úrskurður Landsréttar varðar síma manns sem lögregla grunar um að hafa skipulagt árásina og telur hann hafa tekið hana upp á síma. Umræddur maður á að vera þessi fyrrverandi kærasti kærustu brotaþola. Fram kemur að lögregla sé með myndbönd af árásinni undir höndum og hafi sýnt manninum þau í skýrslutöku. Hann sagðist ekki kannast við atvikið og ekki vera einstaklingur hvers rödd heyrist á hljóðrás myndbandsins. Lögregla, sem hefur lagt hald á símann, óskaði eftir aðgangi að símagögnunum vegna þess að hún telur sig hafa rökstuddan grun að hann eigi hlut í máli. Aðgangur að símanum gæti upplýst um hver þáttur hvers aðila væri í málinu. Héraðsdómur féllst á að veita lögreglu heimildina, þrátt fyrir að verjandi mannsins mótmælti því og sagði heimildina of víðtæka. Landsréttur staðfesti síðan úrskurðinn.
Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira