Segðu þina skoðun Grímur Atlason skrifar 9. október 2023 08:01 Í dag, 9. október, fagna Landssamtökin Geðhjálp 44 ára afmæli sínu. Þau voru stofnuð af tveimur aðstandendum ungra manna sem voru greindir með alvarlegan geðsjúkdóm. Á þeim tíma voru geðrænar áskoranir mikið feimnismál og réttindi sjúklinga og aðstandenda takmörkuð. Það var því ærið verk að vinna. Þó mikið hafi áunnist eru fordómar gagnvart einstaklingum með geðrænar áskoranir enn fyrir hendi. Hlutverk samtakanna hefur allan þennan tíma verið að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Verkefnin hafa verið fjölmörg og ýmsir sigrar unnist en það er langt í land. Í stefnu Geðhjálpar 2022 til 2024 eru hornsteinarnir þrír: Snjallar aðferðir: Við ætlum að þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Öflug geðrækt: Við erum þjónandi í geðheilbrigðismálum Íslendinga og stöndum að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa, notendur og aðstandendur. Mannréttindi tryggð: Við stöndum vörð um réttindi notenda og beitum okkur í þágu þeirra og aðstandenda. Í októbermánuði standa samtökin fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notanda, aðstandanda og starfsmann. Þessi viðtöl má finna á síðunni gedheilbrigdi.is og visir.is. Með þessum viðtölum gefst fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Við hvetjum alla til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á geðheilbrigdi.is en þar má koma á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Þau atriði sem samtökin hafa sett á oddinn og almenningur getur valið úr eru ekki tæmandi og hægt að koma með nýjar ábendingar en Geðhjálp hefur sett eftirfarandi atriði í forgang á gedheilbrigdi.is: Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingun óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. Ítrekað hefur verið bent á að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur Umboðsmaður Alþingis staðfest með OPCAT eftirlit sínu en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru sviptir frelsi sínu. Endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar sem fer fram á geðdeildum Hugmyndafræði og innihald meðferðar þarfnast endurskoðunar. Ísland á að skipa sér í framvarðarsveit í geðheilbrigðismálum í heiminum og vera opið fyrir nýjungum við meðferð sem eru fjölmargar í löndunum í kringum okkur, má þar nefna lyfjalausar deildir, opna samræðu (Open dialogue), skjólhús o.fl. Gera geðrækt hluta af aðalnámskrá grunnskóla Það er ein besta fjárfesting hvers samfélags að kenna börnum frá unga aldri um verndandi þætti geðheilbrigðis og hvernig hægt er að nýta þá í daglegu lífi. Mikilvægt er að geðrækt verði kennd á menntavísindasviði til að styðja við getu kennara við að miðla þessari fræðslu. Viðurkennum mikilvægi jafningja í störfum innan heilbrigðis og félagslega kerfisins Fólk með persónulega reynslu af geðrænum áskorunum (jafningjar) ætti að starfa innan allra þeirra úrræða sem bjóða upp á meðferð eða félagslega aðstoð fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir. Reynslan hefur sýnt að jafningjar eru lykilstarfsmenn og traust skapast á milli notenda og þeirra. Það er mikilvægt að viðurkenna menntun jafningja, sem nú þegar er byrjað að kenna hér á landi, og meta störf þeirra til launa út frá henni. Hefja niðurgreiðslu viðtalsmeðferða Að framfylgja samþykkt Alþingis um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu að viðbættum öðrum gagnreyndum aðferðum. Samþykktin er enn óútfærð að mestu hvað varðar fjármögnun og brýnt er að skýra framkvæmdina. Styðjum aðstandendur, bæði börn og fullorðna Geðrænar áskoranir einstaklings hafa áhrif á fjölskyldu og vini. Stuðningur við aðstandendur er því miður af mjög skornum skammti. Þessu þarf að breyta ekki síst þegar börn eiga í hlut enda sýna rannsóknir að geðrænar áskoranir foreldra geta haft margvísleg áhrif á líf og heilsu aðstandenda út lífið. Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í flestum tilfellum. Geðheilsuteymi heilsugæslunnar geta verið ákveðin fyrirmynd að þjónustu þar sem sjónarmið notenda hafa aukið vægi. Innan heilsugæslunnar ættu að starfa félagsráðgjafar, notendafulltrúar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar o.fl. stéttir við hlið lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Byggja nýjar geðdeildir á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri Það á að heyra til undantekninga í framtíðinni að þurfa að leggjast inn á geðdeild en sé þess þörf verði þjónustan nútímaleg, þjónandi og framsækin. Húsnæði geðsviða LSH og SAK eru óhentug og löngu úr sér gengin. Mikilvægt er að ráðast í úrbætur jafnhliða því sem hugmyndafræði er endurskoðuð. Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Liður í því að huga að áhrifaþáttum geðheilbrigðis er að styðja foreldra í uppalenda hlutverki sínu. Að auka mæðraeftirlit, foreldrafræðslu og ungbarnaeftirlit með það fyrir augum að fræða foreldra um mikilvægi tengslamyndunar fyrstu 1.000 dagana í tilveru hvers barns. Á leikskóla- og grunnskóla aldri þarf einnig að styðja við foreldra og draga þannig úr árekstrum og erfiðleikum síðar meir í lífi barnsins. Skima fyrir áföllum hjá börnum á hverju skólastigi Ísland sker sig úr hvað varðar lyfjanotkun og greiningar á geðrænum áskorunum barna. Það er ekki endilega verið að gefa því gaum hvað hefur gengið á í lífi barnsins, heldur verið að meðhöndla einkenni sem geta átt rætur að rekja til utanaðkomandi áfalla og erfiðleika í lífi barnsins . Með því að fylgjast með börnum markvisst og skima fyrir einkennum áfalla er hægt að koma í veg fyrir erfiðleika síðar á lífsleiðinni. Að lokum þakka Landssamtökin Geðhjálp almenningi fyrir velvilja og stuðning í gegnum árin en samtökin hafa frá upphafi verið að langmestu leyti rekin með sjálfsaflarfé. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 9. október, fagna Landssamtökin Geðhjálp 44 ára afmæli sínu. Þau voru stofnuð af tveimur aðstandendum ungra manna sem voru greindir með alvarlegan geðsjúkdóm. Á þeim tíma voru geðrænar áskoranir mikið feimnismál og réttindi sjúklinga og aðstandenda takmörkuð. Það var því ærið verk að vinna. Þó mikið hafi áunnist eru fordómar gagnvart einstaklingum með geðrænar áskoranir enn fyrir hendi. Hlutverk samtakanna hefur allan þennan tíma verið að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Verkefnin hafa verið fjölmörg og ýmsir sigrar unnist en það er langt í land. Í stefnu Geðhjálpar 2022 til 2024 eru hornsteinarnir þrír: Snjallar aðferðir: Við ætlum að þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Öflug geðrækt: Við erum þjónandi í geðheilbrigðismálum Íslendinga og stöndum að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa, notendur og aðstandendur. Mannréttindi tryggð: Við stöndum vörð um réttindi notenda og beitum okkur í þágu þeirra og aðstandenda. Í októbermánuði standa samtökin fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á því hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notanda, aðstandanda og starfsmann. Þessi viðtöl má finna á síðunni gedheilbrigdi.is og visir.is. Með þessum viðtölum gefst fólki kostur á að hlusta á reynslu og sjónarmið þessara einstaklinga og hefja umræður um þessi mál sem hafa því miður verið aftarlega í forgangsröðinni þegar kemur að heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Við hvetjum alla til að taka þátt og segja sína skoðun með því að fara á geðheilbrigdi.is en þar má koma á framfæri hvað beri að setja í forgang í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Þau atriði sem samtökin hafa sett á oddinn og almenningur getur valið úr eru ekki tæmandi og hægt að koma með nýjar ábendingar en Geðhjálp hefur sett eftirfarandi atriði í forgang á gedheilbrigdi.is: Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingun óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. Ítrekað hefur verið bent á að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur Umboðsmaður Alþingis staðfest með OPCAT eftirlit sínu en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru sviptir frelsi sínu. Endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar sem fer fram á geðdeildum Hugmyndafræði og innihald meðferðar þarfnast endurskoðunar. Ísland á að skipa sér í framvarðarsveit í geðheilbrigðismálum í heiminum og vera opið fyrir nýjungum við meðferð sem eru fjölmargar í löndunum í kringum okkur, má þar nefna lyfjalausar deildir, opna samræðu (Open dialogue), skjólhús o.fl. Gera geðrækt hluta af aðalnámskrá grunnskóla Það er ein besta fjárfesting hvers samfélags að kenna börnum frá unga aldri um verndandi þætti geðheilbrigðis og hvernig hægt er að nýta þá í daglegu lífi. Mikilvægt er að geðrækt verði kennd á menntavísindasviði til að styðja við getu kennara við að miðla þessari fræðslu. Viðurkennum mikilvægi jafningja í störfum innan heilbrigðis og félagslega kerfisins Fólk með persónulega reynslu af geðrænum áskorunum (jafningjar) ætti að starfa innan allra þeirra úrræða sem bjóða upp á meðferð eða félagslega aðstoð fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir. Reynslan hefur sýnt að jafningjar eru lykilstarfsmenn og traust skapast á milli notenda og þeirra. Það er mikilvægt að viðurkenna menntun jafningja, sem nú þegar er byrjað að kenna hér á landi, og meta störf þeirra til launa út frá henni. Hefja niðurgreiðslu viðtalsmeðferða Að framfylgja samþykkt Alþingis um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu að viðbættum öðrum gagnreyndum aðferðum. Samþykktin er enn óútfærð að mestu hvað varðar fjármögnun og brýnt er að skýra framkvæmdina. Styðjum aðstandendur, bæði börn og fullorðna Geðrænar áskoranir einstaklings hafa áhrif á fjölskyldu og vini. Stuðningur við aðstandendur er því miður af mjög skornum skammti. Þessu þarf að breyta ekki síst þegar börn eiga í hlut enda sýna rannsóknir að geðrænar áskoranir foreldra geta haft margvísleg áhrif á líf og heilsu aðstandenda út lífið. Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í flestum tilfellum. Geðheilsuteymi heilsugæslunnar geta verið ákveðin fyrirmynd að þjónustu þar sem sjónarmið notenda hafa aukið vægi. Innan heilsugæslunnar ættu að starfa félagsráðgjafar, notendafulltrúar, iðjuþjálfar, þroskaþjálfar o.fl. stéttir við hlið lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Byggja nýjar geðdeildir á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri Það á að heyra til undantekninga í framtíðinni að þurfa að leggjast inn á geðdeild en sé þess þörf verði þjónustan nútímaleg, þjónandi og framsækin. Húsnæði geðsviða LSH og SAK eru óhentug og löngu úr sér gengin. Mikilvægt er að ráðast í úrbætur jafnhliða því sem hugmyndafræði er endurskoðuð. Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Liður í því að huga að áhrifaþáttum geðheilbrigðis er að styðja foreldra í uppalenda hlutverki sínu. Að auka mæðraeftirlit, foreldrafræðslu og ungbarnaeftirlit með það fyrir augum að fræða foreldra um mikilvægi tengslamyndunar fyrstu 1.000 dagana í tilveru hvers barns. Á leikskóla- og grunnskóla aldri þarf einnig að styðja við foreldra og draga þannig úr árekstrum og erfiðleikum síðar meir í lífi barnsins. Skima fyrir áföllum hjá börnum á hverju skólastigi Ísland sker sig úr hvað varðar lyfjanotkun og greiningar á geðrænum áskorunum barna. Það er ekki endilega verið að gefa því gaum hvað hefur gengið á í lífi barnsins, heldur verið að meðhöndla einkenni sem geta átt rætur að rekja til utanaðkomandi áfalla og erfiðleika í lífi barnsins . Með því að fylgjast með börnum markvisst og skima fyrir einkennum áfalla er hægt að koma í veg fyrir erfiðleika síðar á lífsleiðinni. Að lokum þakka Landssamtökin Geðhjálp almenningi fyrir velvilja og stuðning í gegnum árin en samtökin hafa frá upphafi verið að langmestu leyti rekin með sjálfsaflarfé. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Geðhjálpar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun