Menn uppskera eins og þeir sá Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. október 2023 23:30 Fjöldi Ísraela og Palestínumanna liggur í valnum í átökum sem nú geysa í Ísrael og Palestínu og mun tala fallinna enn hækka á næstu dögum. Öll fórnarlömb átakanna eru fórnarlömb síonismans - jafnt Ísraelar sem Palestínumenn. Aðgerðir al-Qassam sveitanna, hernaðararms Hamas, eru viðbrögð við áratuga kúgun og árásum Ísraelshers á Palestínumenn, en yfirstandandi aðgerð kemur í kjölfar víðtækra árása ísraelskra landræningja á bændur og þorpsbúa á Vesturbakkanum, aukinnar spennu við Al-Aqsa moskuna vegna árása ísraelskrar lögreglu á trúariðkendur í hernumdu Austur-Jerúsalem og metfjölda drepinna Palestínumanna í Jenin flóttamannabúðunum og víðar. Ghasan Alyan, hershöfðingi í Ísraelsher, lýsti því yfir að Hamas samtökin hafi með aðgerð sinni „opnað hlið helvítis“ - þessi yfirlýsing er ódulbúin hótun um þær ógnvænlegu árásir sem munu dynja á íbúum Gazastrandarinnar. En orð hershöfðingjans eru engin nýlunda og segja okkur ekkert nýtt um það sem Ísraelsher getur og mun framkvæma. „Hlið helvítis “ hafa verið galopin - Ísraelar hafa búið Palestínumönnum helvíti á jörð í áratugi, studdir af ráðamönnum fjölmargra ríkja sem standa „rock solid“ - eins og Biden orðaði það - með glæpaher Ísraels Ísrael hefur kúgað og drepið Palestínumenn í áratugi og haldið Gazabúum í herkví frá 2006. Hamasliðarnir sem fóru inn í Ísrael vissu að þeir mundu ekki allir eiga afturkvæmt til Gaza - þeir fóru beint í gin ljónsins og þar beið þeirra dauðinn. En hvað bíður þeirra sem mögulega komast aftur til Gaza - áframhaldandi opið fangelsi sem býr við stöðugar dróna-, eldflauga- og sprengjuflugvélaárásir frá Ísrael - að horfa á börn sín og ættingja drepin í hundraðatali - að búa áfram bakvið fangelsismúrana. Í viðtali við ABC News sagði Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna „að ekkert fólk ætti að búa við þann ótta að hryðjuverkamenn fari yfir landamæri, ryðjist inn á heimili fólks, skjóti það á götu úti“ - hann er auðvitað að tala um Ísraela. Hroki og heimska Blinkens er slík að hann fattar ekki að hann er að lýsa daglegu lífi Palestínumanna sem í áratugi hafa búið við þessar aðstæður. Ofer Cassif, einn af fjórum þingmönnum vinstrisinnaðra Hadash-bandalagsins á Knesset - þingi Ísraels - sagði í viðtali: „Við fordæmum og erum á móti hvers kyns árásum á saklausa borgara. En öfugt við ísraelsku ríkisstjórnina þýðir það að við erum á móti hvers kyns árásum á palestínska borgara líka. Við verðum að greina þessi hræðilegu atvik í réttu samhengi – og það er hernámið sem er orsökin.“ Ísraelska ríkisstjórnin styður, hvetur til og leiðir ofsóknir gegn Palestínumönnum. Það eru þjóðernishreinsanir í gangi. Benjamin Netanyahu hefur sakað Hamas um að hefja „grimmt og illt stríð“. En sannleikurinn er sá að Palestínumenn hafa ekki „byrjað“ á neinu. Þeim hefur tekist, eftir langa baráttu, að finna leið til að særa kvalara sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Palestínumönnum, sem eru fangar á Gazastrandlengjunni, tekst að svara Ísraelum svo undan svíði. Þeim stóð á sama Forystufólki Vesturlanda stóð á sama þegar Ísraelar settu tvær milljónir Palestínumanna á Gaza í herkví 2006 og haldið þeim í gíslingu í opnu fangelsi í bráðum tvo áratugi. Forystufólki Vesturlanda var sama þegar ísraelskar leyniskyttur skutu hjúkrunarfræðinga, ungmenni og fólk í hjólastólum sem mótmæltu fangelsun þeirra í herkví Ísraels. Mörg þúsund voru aflimuð eftir að leyniskyttur Ísraelshers fengu skipun um að skjóta mótmælendur í fætur eða ökkla. Leyniskytturnar drápu um 200 Gazabúa - forráðamenn Vesturlanda þögðu sem fyrr. Áhyggjur stjórnmálamanna Vesturlanda af dauða óbreyttra ísraelskra borgara af völdum palestínskra bardagamanna er einber hræsni. Hafa ekki mörg hundruð palestínsk börn dáið undanfarin 17 ár í ítrekuðum sprengjuherferðum Ísraela á Gaza? Eru líf þeirra ekki eins verðmæt og líf Ísraela – og ef ekki, hvers vegna ekki? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali „Þetta er auðvitað algjörlega skelfilegt, þessar skelfilegu árásir sem Hamas réðust í í gærmorgun.“ Já, stríð er skelfilegt - en hvað um orsök stríðsins? Hefði formaður VG, sem styður málstað Palestínumanna skv. stefnuskrá, ekki betur sagt frá hvers vegna þetta gerist - hver er aðdragandinn - í stað þess að falla í fordæmingarkórinn? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra „fordæmir árásir Hamas á Ísrael“ og segir „að ofbeldinu verði að linna. Fólk eigi rétt á friði og öryggi.“ Hvílík einfeldni, hún styður ofbeldisöflin og telur þau eiga að lifa í friði og öryggi! Friði til að fremja sín voðaverk og öryggi í skjóli fordæmingakórs stjórnmálamanna sem líkt og Kolbrún hafa haft árafjöld til að stöðva glæpi Ísraelsríkis -en í þess stað hefur þeim verið hampað með yfirlýsingum um sameiginleg gildi líkt og Ursula Von der Leyen, framkvæmdastjóri ESB, sagði. Palestínumenn hafa ekki lifað við frið og öryggi í áratugi - án þess að það trufli Þórdísi. Afstaða vestrænna stjórnvalda, einhliða fordæming á Hamas og stuðningur við Ísrael, sem á sök á átökunum, er í raun skotleyfi á íbúa Gaza. Blóðbaðið sem mun fylgja mun ekki þagga niður síbyljuna um að „Ísrael hafi rétt til að verja sig“. Og til að kóróna blóðbaðið þá lofa bæði Bandaríkin og Bretland að styðja Ísrael enn frekar með auknum vopnasendingum - til lands sem er búið öllum fullkomnustu vopnum sem völ er á. Barátta Palestínumanna er barátta fyrir mannréttindum, réttinum til að lifa í friði í landi sínu. Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, stuðluðu að stofnun Ísraels í landi Palestínumanna og hafa í sjötúu og fimm ár stutt hryðjuverk síonista og sífellt landrán og þjóðernishreinsanir. Þegar litið er yfir sviðið og orð og gerðir vestrænna stjórnmálaforkólfa eru vegin og metin þá er erfitt að forðast þá hugsun að rasismi eigi hér hlut að máli. Er það svo? - svarið liggur í loftinu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Hjálmtýr Heiðdal Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi Ísraela og Palestínumanna liggur í valnum í átökum sem nú geysa í Ísrael og Palestínu og mun tala fallinna enn hækka á næstu dögum. Öll fórnarlömb átakanna eru fórnarlömb síonismans - jafnt Ísraelar sem Palestínumenn. Aðgerðir al-Qassam sveitanna, hernaðararms Hamas, eru viðbrögð við áratuga kúgun og árásum Ísraelshers á Palestínumenn, en yfirstandandi aðgerð kemur í kjölfar víðtækra árása ísraelskra landræningja á bændur og þorpsbúa á Vesturbakkanum, aukinnar spennu við Al-Aqsa moskuna vegna árása ísraelskrar lögreglu á trúariðkendur í hernumdu Austur-Jerúsalem og metfjölda drepinna Palestínumanna í Jenin flóttamannabúðunum og víðar. Ghasan Alyan, hershöfðingi í Ísraelsher, lýsti því yfir að Hamas samtökin hafi með aðgerð sinni „opnað hlið helvítis“ - þessi yfirlýsing er ódulbúin hótun um þær ógnvænlegu árásir sem munu dynja á íbúum Gazastrandarinnar. En orð hershöfðingjans eru engin nýlunda og segja okkur ekkert nýtt um það sem Ísraelsher getur og mun framkvæma. „Hlið helvítis “ hafa verið galopin - Ísraelar hafa búið Palestínumönnum helvíti á jörð í áratugi, studdir af ráðamönnum fjölmargra ríkja sem standa „rock solid“ - eins og Biden orðaði það - með glæpaher Ísraels Ísrael hefur kúgað og drepið Palestínumenn í áratugi og haldið Gazabúum í herkví frá 2006. Hamasliðarnir sem fóru inn í Ísrael vissu að þeir mundu ekki allir eiga afturkvæmt til Gaza - þeir fóru beint í gin ljónsins og þar beið þeirra dauðinn. En hvað bíður þeirra sem mögulega komast aftur til Gaza - áframhaldandi opið fangelsi sem býr við stöðugar dróna-, eldflauga- og sprengjuflugvélaárásir frá Ísrael - að horfa á börn sín og ættingja drepin í hundraðatali - að búa áfram bakvið fangelsismúrana. Í viðtali við ABC News sagði Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna „að ekkert fólk ætti að búa við þann ótta að hryðjuverkamenn fari yfir landamæri, ryðjist inn á heimili fólks, skjóti það á götu úti“ - hann er auðvitað að tala um Ísraela. Hroki og heimska Blinkens er slík að hann fattar ekki að hann er að lýsa daglegu lífi Palestínumanna sem í áratugi hafa búið við þessar aðstæður. Ofer Cassif, einn af fjórum þingmönnum vinstrisinnaðra Hadash-bandalagsins á Knesset - þingi Ísraels - sagði í viðtali: „Við fordæmum og erum á móti hvers kyns árásum á saklausa borgara. En öfugt við ísraelsku ríkisstjórnina þýðir það að við erum á móti hvers kyns árásum á palestínska borgara líka. Við verðum að greina þessi hræðilegu atvik í réttu samhengi – og það er hernámið sem er orsökin.“ Ísraelska ríkisstjórnin styður, hvetur til og leiðir ofsóknir gegn Palestínumönnum. Það eru þjóðernishreinsanir í gangi. Benjamin Netanyahu hefur sakað Hamas um að hefja „grimmt og illt stríð“. En sannleikurinn er sá að Palestínumenn hafa ekki „byrjað“ á neinu. Þeim hefur tekist, eftir langa baráttu, að finna leið til að særa kvalara sinn. Þetta er í fyrsta skipti sem Palestínumönnum, sem eru fangar á Gazastrandlengjunni, tekst að svara Ísraelum svo undan svíði. Þeim stóð á sama Forystufólki Vesturlanda stóð á sama þegar Ísraelar settu tvær milljónir Palestínumanna á Gaza í herkví 2006 og haldið þeim í gíslingu í opnu fangelsi í bráðum tvo áratugi. Forystufólki Vesturlanda var sama þegar ísraelskar leyniskyttur skutu hjúkrunarfræðinga, ungmenni og fólk í hjólastólum sem mótmæltu fangelsun þeirra í herkví Ísraels. Mörg þúsund voru aflimuð eftir að leyniskyttur Ísraelshers fengu skipun um að skjóta mótmælendur í fætur eða ökkla. Leyniskytturnar drápu um 200 Gazabúa - forráðamenn Vesturlanda þögðu sem fyrr. Áhyggjur stjórnmálamanna Vesturlanda af dauða óbreyttra ísraelskra borgara af völdum palestínskra bardagamanna er einber hræsni. Hafa ekki mörg hundruð palestínsk börn dáið undanfarin 17 ár í ítrekuðum sprengjuherferðum Ísraela á Gaza? Eru líf þeirra ekki eins verðmæt og líf Ísraela – og ef ekki, hvers vegna ekki? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali „Þetta er auðvitað algjörlega skelfilegt, þessar skelfilegu árásir sem Hamas réðust í í gærmorgun.“ Já, stríð er skelfilegt - en hvað um orsök stríðsins? Hefði formaður VG, sem styður málstað Palestínumanna skv. stefnuskrá, ekki betur sagt frá hvers vegna þetta gerist - hver er aðdragandinn - í stað þess að falla í fordæmingarkórinn? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra „fordæmir árásir Hamas á Ísrael“ og segir „að ofbeldinu verði að linna. Fólk eigi rétt á friði og öryggi.“ Hvílík einfeldni, hún styður ofbeldisöflin og telur þau eiga að lifa í friði og öryggi! Friði til að fremja sín voðaverk og öryggi í skjóli fordæmingakórs stjórnmálamanna sem líkt og Kolbrún hafa haft árafjöld til að stöðva glæpi Ísraelsríkis -en í þess stað hefur þeim verið hampað með yfirlýsingum um sameiginleg gildi líkt og Ursula Von der Leyen, framkvæmdastjóri ESB, sagði. Palestínumenn hafa ekki lifað við frið og öryggi í áratugi - án þess að það trufli Þórdísi. Afstaða vestrænna stjórnvalda, einhliða fordæming á Hamas og stuðningur við Ísrael, sem á sök á átökunum, er í raun skotleyfi á íbúa Gaza. Blóðbaðið sem mun fylgja mun ekki þagga niður síbyljuna um að „Ísrael hafi rétt til að verja sig“. Og til að kóróna blóðbaðið þá lofa bæði Bandaríkin og Bretland að styðja Ísrael enn frekar með auknum vopnasendingum - til lands sem er búið öllum fullkomnustu vopnum sem völ er á. Barátta Palestínumanna er barátta fyrir mannréttindum, réttinum til að lifa í friði í landi sínu. Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, stuðluðu að stofnun Ísraels í landi Palestínumanna og hafa í sjötúu og fimm ár stutt hryðjuverk síonista og sífellt landrán og þjóðernishreinsanir. Þegar litið er yfir sviðið og orð og gerðir vestrænna stjórnmálaforkólfa eru vegin og metin þá er erfitt að forðast þá hugsun að rasismi eigi hér hlut að máli. Er það svo? - svarið liggur í loftinu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar