Hann hefur stýrt liðinu við góðan árangur frá því árið 2019 en tilkynnti ákvörðun sína í dag eftir 0-2 tap gegn Stjörnunni í síðasta leik Bestu deildarinnar.
„Ákvörðun var tekin á föstudag, ég fór á fund og sagði þeim að ég hefði áhuga á að hætta eftir þetta tímabil þegar riðlakeppninni lyki. Við hittumst svo aftur og mér var tilkynnt að ekki yrði óskað eftir starfskröftum mínum eftir þennan leik“ sagði Óskar í viðtali eftir leik Breiðbliks og Stjörnunnar.
Óskar mun fljúga til Noregs á morgun og ræða þar við aðila hjá félaginu Haugesund um að taka við starfi sem þjálfari liðsins.
„Ég veit ekkert hvað mun gerast en ég flýg til Osló í fyrramálið og hitti Haugesund seinnipartinn, svo þurfum við bara að sjá hvað gerist“ sagði Óskar um framtíðaráform sín.
Ekki liggur fyrir að þessu sinni hver tekur við hans starfi, aðstoðarþjálfarinn Halldór Árnason hefur ekki tilkynnt starfslok og mun því væntanlega stýra liðina allavega fyrst um sinn.