Fótbolti

Litblindir ósáttir við búningavalið

Hjörvar Ólafsson skrifar
Búningarnir í leiknum í dag þóttu of líkir. 
Búningarnir í leiknum í dag þóttu of líkir.  Vísir/Getty

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla hafa verið gagnrýndir fyrir að heimila Luton Town og Tottenham Hotspur að leika í þeim búningum sem valið var að spila í þegar liðin leiddu saman hesta sína á Kenilworth Road í dag. 

Luton Town lék í aðaltreyju sinni sem er appelsínugul og hvít en Tottenham Hotspur mætti til leiks í þriðja búningi sínum sem er grár að lit. 

Fjölmargar kvartanir bárust frá þeim sem horfðu á leikinn að búningarnir væru ekki nógu aðgreinanlegir en reglur deildarinnar kveða á um að auðvelt eigi að vera að greina búninga liða í sundur fyrir leikmenn liðanna, dómara og þá sem mæta á leikina eða horfa í gegnum útsendingar. 

Kathryn Albany-Ward, stofnandi stuðningshóps litblindra, segir að tölfræðin sýni að einn leikmaður í hverju fótboltaliði í karlaflokki glími við litblindu. Gæta verði að því að búningar séu vel aðgreinanlegir og það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×