Handbolti

Ólík hlutskipti hjá Söndru og Díönu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir var í sigurliði í kvöld. 
Sandra Erlingsdóttir var í sigurliði í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Sandra Erlingsdóttir skoraði þrjú mörk þegar lið hennar, TuS Metzingen, lagði SV Union Halle-Neustadt að velli með fimm marka mun í þýsku 1. deildinni í handbolta kvenna í kvöld.

Auk markanna þriggja átti Sandra fjórar stoðsendingar á samherja sína í leiknum. TuS Metzingen klifraði upp í sjöunda sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur fjögur stig eftir fjóra leiki.

Díana Dögg Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar hjá BSV Sachsen Zwickau þurftu aftur á móti að þola svekkjandi 26-25 þegar liðið sóttir Leverkusen heim. 

Ekki verður Díana Dögg sökuð um tapið en hún var markahæst í liði BSV Sachsen Zwickau með sex mörk. BSV Sachsen Zwickau er í 10. sæti af 14 liðum deildarinnar með tvö stig eftir fjórar umferðir. 

Sandra og Díana Dögg halda nú heim á leið til æfinga með landsliðinu en fram undan eru leikir í undankeppni EM 2024 þar sem íslenska liðið mætir Lúxemborg að Ásvöllum og Færeyjum í Þórshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×