Fara fram á fjögurra daga vinnuviku í komandi kjaraviðræðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 16:19 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm VR og LÍV munu gera þá kröfu í komandi kjaraviðræðum að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga, eða því sem samsvarar 32 klukkustundum á viku. Stytting vinnuvikunnar sé til þess fallin að auka lífsgæði. Í grein sem skrifuð er um málið í nýjasta tölublaði VR blaðsins segir að rökin fyrir því að taka upp fjögurra daga vinnuviku í dag séu nokkurn veginn þau sömu og rökin fyrir því að taka upp fimm daga vinnuviku fyrir hundrað árum. „Rannsóknir benda til þess að stytting vinnutíma hafi jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu starfsfólks, starfsánægju, og almenna vellíðan,“ segir í greininni. Samkvæmt greininni felur krafa VR og Lív um fjögurra daga vinnuviku í sér tækifæri til þess að mæta áskorunum og móta vinnufyrirkomulag sem þjónar nútímasamfélagi. Ragnar Þór, formaður VR, ræddi hugmyndirnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Vinnuvikan á Íslandi hefur vissulega styst á síðustu árum en sú þróun hefur verið hæg. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er vinnutími VR félaga í verslun 35 stundir og 50 mínútur en 35 stundir og 30 mínútur á skrifstofu, án neysluhléa. Það væri því mikið framfaraskref að flýta þessari þróun og ná fram 32 stunda vinnuviku í komandi kjaraviðræðum.“ Tilraunaverkefni sýndi fram á sláandi jákvæðar niðurstöður Niðurstöður tilraunaverkefnis sem framkvæmt var árið 2022 af 4DayWeekGlobal, alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir styttingu vinnutíma, séu sláandi jákvæðar. Meðal þess sem kemur fram er eftirfarandi: Starfsfólk gefur verkefninu að meðaltali 9,1 (af 10 mögulegum) í heildareinkunn og 97% vilja halda áfram að vinna fjóra daga í viku. Atvinnurekendur gefa verkefninu að meðaltali 9 í heildareinkunn. Ekkert þeirra fyrirtækja sem prófaði verkefnið vildi hverfa aftur til 5 daga vinnuviku í lok tímabilsins, flest vildu gera það að langtímaráðstöfun á meðan að önnur vildu a.m.k. framlengja tilraunina. Atvinnurekendur segja að verkefnið hafi aukið framleiðni og almenna frammistöðu. Þá jukust tekjur fyrirtækjanna um 8% á meðaltali sem er 38% meiri hækkun en á sama tímabili 2021. Starfsfólk segir að það sé ánægðara, sofi betur, sinni fjölskyldu og áhugamálum betur og sé afkastameira í vinnunni. Veikindafjarvistir drógust saman og starfsmannavelta minnkaði. Frekari mælingar að tólf mánuðum liðnum sýndu að jákvæð áhrif verkefnisins höfðu ekki fjarað út. Þvert á móti virðast áhrifin komin til að vera. Fyrirtækin ætluðu öll að halda áfram með verkefnið. Stytting vinnuvikunnar til þess fallin að auka lífsgæði Þrátt fyrir vel heppnað tilraunaverkefni sem gefi tilefni til bjartsýni er ekki þar með sagt að fjögurra daga vinnuvika verði auðveld í framkvæmd í öllum tilfellum hér á landi. Útfærsla skipti máli og ljóst sé að þarfir vinnustaða séu ólíkar. „Gera má ráð fyrir því að auðveldara sé að stytta vinnutíma dagvinnufólks á skrifstofu en þeirra sem sinna vaktavinnu á stöðum með sólarhringsopnun. Það er því mikilvægt að undirbúa styttingu vel og gera það í samráði við starfsfólk,“ segir í greininni. „Til þess að ná fram jákvæðum áhrifum styttingar þarf oftast að endurhugsa einhverja verkferla, forgangsraða verkefnum eða skera niður óþarfa fundarhald. Í einhverjum tilvikum gæti verið nauðsynlegt að ráða fleira starfsfólk en í öðrum ekki. Tækniframfarir á ýmsum sviðum gætu jafnframt liðkað fyrir aðgerðum af þessu tagi.“ Frá undirritun kjarasamninga árið 2019. Útlit er fyrir harða kjarabaráttu á komandi vetri. Vísir/Vilhelm Að lokum er fullyrt í greininni að ef það takist að ná fram fjögurra daga vinnuviku munu komandi kynslóðir búa í betri heimi. „Stytting vinnuvikunnar er til þess fallin að auka lífsgæði starfsfólks og takast á við tækniframfarir án þess að skerða afköst eða framleiðni. Rannsóknir og reynsla síðustu áratuga styðja þessa fullyrðingu. Vinnufyrirkomulag okkar er ekki náttúrulögmál heldur venja sem má rýna í og breyta. Okkur ber jafnframt skylda til þess að breyta slíkri venju ef við teljum að breytingin verði til góðs. Þess vegna gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga eða sem svarar til 32 stundum á viku.“ Hér er hægt að lesa greinina og skoða VR blaðið í heild sinni. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6. desember 2022 23:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Í grein sem skrifuð er um málið í nýjasta tölublaði VR blaðsins segir að rökin fyrir því að taka upp fjögurra daga vinnuviku í dag séu nokkurn veginn þau sömu og rökin fyrir því að taka upp fimm daga vinnuviku fyrir hundrað árum. „Rannsóknir benda til þess að stytting vinnutíma hafi jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu starfsfólks, starfsánægju, og almenna vellíðan,“ segir í greininni. Samkvæmt greininni felur krafa VR og Lív um fjögurra daga vinnuviku í sér tækifæri til þess að mæta áskorunum og móta vinnufyrirkomulag sem þjónar nútímasamfélagi. Ragnar Þór, formaður VR, ræddi hugmyndirnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Vinnuvikan á Íslandi hefur vissulega styst á síðustu árum en sú þróun hefur verið hæg. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er vinnutími VR félaga í verslun 35 stundir og 50 mínútur en 35 stundir og 30 mínútur á skrifstofu, án neysluhléa. Það væri því mikið framfaraskref að flýta þessari þróun og ná fram 32 stunda vinnuviku í komandi kjaraviðræðum.“ Tilraunaverkefni sýndi fram á sláandi jákvæðar niðurstöður Niðurstöður tilraunaverkefnis sem framkvæmt var árið 2022 af 4DayWeekGlobal, alþjóðlegra samtaka sem berjast fyrir styttingu vinnutíma, séu sláandi jákvæðar. Meðal þess sem kemur fram er eftirfarandi: Starfsfólk gefur verkefninu að meðaltali 9,1 (af 10 mögulegum) í heildareinkunn og 97% vilja halda áfram að vinna fjóra daga í viku. Atvinnurekendur gefa verkefninu að meðaltali 9 í heildareinkunn. Ekkert þeirra fyrirtækja sem prófaði verkefnið vildi hverfa aftur til 5 daga vinnuviku í lok tímabilsins, flest vildu gera það að langtímaráðstöfun á meðan að önnur vildu a.m.k. framlengja tilraunina. Atvinnurekendur segja að verkefnið hafi aukið framleiðni og almenna frammistöðu. Þá jukust tekjur fyrirtækjanna um 8% á meðaltali sem er 38% meiri hækkun en á sama tímabili 2021. Starfsfólk segir að það sé ánægðara, sofi betur, sinni fjölskyldu og áhugamálum betur og sé afkastameira í vinnunni. Veikindafjarvistir drógust saman og starfsmannavelta minnkaði. Frekari mælingar að tólf mánuðum liðnum sýndu að jákvæð áhrif verkefnisins höfðu ekki fjarað út. Þvert á móti virðast áhrifin komin til að vera. Fyrirtækin ætluðu öll að halda áfram með verkefnið. Stytting vinnuvikunnar til þess fallin að auka lífsgæði Þrátt fyrir vel heppnað tilraunaverkefni sem gefi tilefni til bjartsýni er ekki þar með sagt að fjögurra daga vinnuvika verði auðveld í framkvæmd í öllum tilfellum hér á landi. Útfærsla skipti máli og ljóst sé að þarfir vinnustaða séu ólíkar. „Gera má ráð fyrir því að auðveldara sé að stytta vinnutíma dagvinnufólks á skrifstofu en þeirra sem sinna vaktavinnu á stöðum með sólarhringsopnun. Það er því mikilvægt að undirbúa styttingu vel og gera það í samráði við starfsfólk,“ segir í greininni. „Til þess að ná fram jákvæðum áhrifum styttingar þarf oftast að endurhugsa einhverja verkferla, forgangsraða verkefnum eða skera niður óþarfa fundarhald. Í einhverjum tilvikum gæti verið nauðsynlegt að ráða fleira starfsfólk en í öðrum ekki. Tækniframfarir á ýmsum sviðum gætu jafnframt liðkað fyrir aðgerðum af þessu tagi.“ Frá undirritun kjarasamninga árið 2019. Útlit er fyrir harða kjarabaráttu á komandi vetri. Vísir/Vilhelm Að lokum er fullyrt í greininni að ef það takist að ná fram fjögurra daga vinnuviku munu komandi kynslóðir búa í betri heimi. „Stytting vinnuvikunnar er til þess fallin að auka lífsgæði starfsfólks og takast á við tækniframfarir án þess að skerða afköst eða framleiðni. Rannsóknir og reynsla síðustu áratuga styðja þessa fullyrðingu. Vinnufyrirkomulag okkar er ekki náttúrulögmál heldur venja sem má rýna í og breyta. Okkur ber jafnframt skylda til þess að breyta slíkri venju ef við teljum að breytingin verði til góðs. Þess vegna gera VR og LÍV þá kröfu að vinnuvikan verði stytt í fjóra daga eða sem svarar til 32 stundum á viku.“ Hér er hægt að lesa greinina og skoða VR blaðið í heild sinni.
Starfsfólk gefur verkefninu að meðaltali 9,1 (af 10 mögulegum) í heildareinkunn og 97% vilja halda áfram að vinna fjóra daga í viku. Atvinnurekendur gefa verkefninu að meðaltali 9 í heildareinkunn. Ekkert þeirra fyrirtækja sem prófaði verkefnið vildi hverfa aftur til 5 daga vinnuviku í lok tímabilsins, flest vildu gera það að langtímaráðstöfun á meðan að önnur vildu a.m.k. framlengja tilraunina. Atvinnurekendur segja að verkefnið hafi aukið framleiðni og almenna frammistöðu. Þá jukust tekjur fyrirtækjanna um 8% á meðaltali sem er 38% meiri hækkun en á sama tímabili 2021. Starfsfólk segir að það sé ánægðara, sofi betur, sinni fjölskyldu og áhugamálum betur og sé afkastameira í vinnunni. Veikindafjarvistir drógust saman og starfsmannavelta minnkaði. Frekari mælingar að tólf mánuðum liðnum sýndu að jákvæð áhrif verkefnisins höfðu ekki fjarað út. Þvert á móti virðast áhrifin komin til að vera. Fyrirtækin ætluðu öll að halda áfram með verkefnið.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6. desember 2022 23:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20
Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. 6. desember 2022 23:18