Vegagerðin geti ekki metið upp á sitt einsdæmi hvaða gögn eigi erindi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 07:35 Skúli Magnússon gegnir embætti umboðsmanns Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns. Á vef umboðsmanns Alþingis leggur hann áherslu á að til að hann geti rækt eftirlitshlutverk sitt samkvæmt lögum beri stjórnvöldum að afhenda honum þær upplýsingar sem óskað sé eftir hverju sinni. Krefja megi stjórnvöld um skýrslur, skjöl, bókanir og öll önnur gögn sem snerti mál, eftirlit eða athuganir umboðsmanns. Fram kemur að á þetta hafi nýlega reynt vegna kvörtunar yfir ráðningu í starf hjá Vegagerðinni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. „Augljóslega enga þýðingu“ Í skýringum stofnunarinnar á því hafi meðal annars komið fram að upplýsingarnar „hefðu augljóslega enga þýðingu fyrir skoðun umboðsmanns á kvörtuninni.“ „Hvað snerti gögn vegna eins umsækjanda sem hefði dregið umsókn sína til baka hefði Vegagerðin ekki talið þau hafa þýðingu fyrir athugun umboðsmanns og því ekki afhent þau. Í bréfi sínu til Vegagerðarinnar bendir umboðsmaður á að það samrýmist illa eftirlitshlutverki hans að stjórnvöld, upp á sitt eindæmi, meti hvort og þá hvaða upplýsingar sem umboðsmaður hafi óskað eftir hafi þýðingu fyrir athugun hans. Umboðsmaður meti slíkt sjálfur og þurfi ekki að veita stjórnvöldum sérstakar skýringar á því. Einnig minnti hann á að heimildir umboðsmanns til upplýsinga- og gagnaöflunar eru ekki takmarkaðar með sama hætti og upplýsingaréttur aðila máls kann að vera. Vegagerðinni var bent á að hafa þetta framvegis í huga í samskiptum sínum við umboðsmann,“ segir á vef umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á vef umboðsmanns Alþingis leggur hann áherslu á að til að hann geti rækt eftirlitshlutverk sitt samkvæmt lögum beri stjórnvöldum að afhenda honum þær upplýsingar sem óskað sé eftir hverju sinni. Krefja megi stjórnvöld um skýrslur, skjöl, bókanir og öll önnur gögn sem snerti mál, eftirlit eða athuganir umboðsmanns. Fram kemur að á þetta hafi nýlega reynt vegna kvörtunar yfir ráðningu í starf hjá Vegagerðinni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. „Augljóslega enga þýðingu“ Í skýringum stofnunarinnar á því hafi meðal annars komið fram að upplýsingarnar „hefðu augljóslega enga þýðingu fyrir skoðun umboðsmanns á kvörtuninni.“ „Hvað snerti gögn vegna eins umsækjanda sem hefði dregið umsókn sína til baka hefði Vegagerðin ekki talið þau hafa þýðingu fyrir athugun umboðsmanns og því ekki afhent þau. Í bréfi sínu til Vegagerðarinnar bendir umboðsmaður á að það samrýmist illa eftirlitshlutverki hans að stjórnvöld, upp á sitt eindæmi, meti hvort og þá hvaða upplýsingar sem umboðsmaður hafi óskað eftir hafi þýðingu fyrir athugun hans. Umboðsmaður meti slíkt sjálfur og þurfi ekki að veita stjórnvöldum sérstakar skýringar á því. Einnig minnti hann á að heimildir umboðsmanns til upplýsinga- og gagnaöflunar eru ekki takmarkaðar með sama hætti og upplýsingaréttur aðila máls kann að vera. Vegagerðinni var bent á að hafa þetta framvegis í huga í samskiptum sínum við umboðsmann,“ segir á vef umboðsmanns Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira