Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2023 13:59 AP/Forseti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Um er að ræða einhverja mannskæðustu árás í Úkraínu á undanförnum mánuðum. AFP fréttaveitan segir að fólk hafi verið komið saman í húsinu fyrir minningarathöfn. Selenskí kallaði árásina vísvitandi hryðjuverkaárás og hvatti bakhjarla Úkraínumanna að hjálpa þeim að styrkja loftvarnir sínar, því stöðva þyrfti „rússnesk hryðjuverk“. Forsetinn er nú staddur á Spáni á fundi um fimmtíu leiðtoga Evrópu og segist hann ætla að ræða betri loftvarnir við bakhjarla sína. Selenskí heitir því að brugðist verði við þessum árásum. #Ukraine : footage from the site of the Russian strike in the village of Hroza in #Kharkiv region.Rescue workers look through the rubble of the destroyed grocery store for people. pic.twitter.com/1JPp9NoiKF— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 5, 2023 Frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á byggð ból í Úkraínu og fellt fjölmarga óbreytta borgara. Þessar árásir hafa verið gerðar með sprengikúlum, loftárásum, spjálfsprengidrónum og eld- og stýriflaugum, svo eitthvað sé nefnt. Flugher Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu gert árás með 29 sjálfsprengidrónum frá Íran á suðurhluta Úkraínu í morgun en að 24 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá eru Rússar sagðir hafa gert loftárás á sjúkrahús í Beryslav í Kherson. Tveir heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir hafa særst í henni. The regional hospital in Beryslav was bombed earlier today. A video filmed from Nova Kakhovka showed the moment the bomb hit. The fact that the video was aimed at the hospital suggests that it was deliberate. pic.twitter.com/sNoQqw6lZQ— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 5, 2023 Árásum Úkraínumanna á Rússa hefur farið fjölgandi, þó fjöldi þeirra sé ekki sambærilegur árásum Rússa á Úkraínu. Í yfirlýsingu í dag sagði Selenskí að gífurlega mikilvægt væri að styrkja loftvarnir Úkraínumanna fyrir veturinn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, með því yfirlýst markmiði að frysta óbreytta borgara, þvinga þá á flótta og reyna að þvinga þá til uppgjafar. Úkraínumenn óttast að árásir þessar muni hefjast á nýjan leik með kaldari tíð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Um er að ræða einhverja mannskæðustu árás í Úkraínu á undanförnum mánuðum. AFP fréttaveitan segir að fólk hafi verið komið saman í húsinu fyrir minningarathöfn. Selenskí kallaði árásina vísvitandi hryðjuverkaárás og hvatti bakhjarla Úkraínumanna að hjálpa þeim að styrkja loftvarnir sínar, því stöðva þyrfti „rússnesk hryðjuverk“. Forsetinn er nú staddur á Spáni á fundi um fimmtíu leiðtoga Evrópu og segist hann ætla að ræða betri loftvarnir við bakhjarla sína. Selenskí heitir því að brugðist verði við þessum árásum. #Ukraine : footage from the site of the Russian strike in the village of Hroza in #Kharkiv region.Rescue workers look through the rubble of the destroyed grocery store for people. pic.twitter.com/1JPp9NoiKF— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 5, 2023 Frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á byggð ból í Úkraínu og fellt fjölmarga óbreytta borgara. Þessar árásir hafa verið gerðar með sprengikúlum, loftárásum, spjálfsprengidrónum og eld- og stýriflaugum, svo eitthvað sé nefnt. Flugher Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu gert árás með 29 sjálfsprengidrónum frá Íran á suðurhluta Úkraínu í morgun en að 24 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá eru Rússar sagðir hafa gert loftárás á sjúkrahús í Beryslav í Kherson. Tveir heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir hafa særst í henni. The regional hospital in Beryslav was bombed earlier today. A video filmed from Nova Kakhovka showed the moment the bomb hit. The fact that the video was aimed at the hospital suggests that it was deliberate. pic.twitter.com/sNoQqw6lZQ— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 5, 2023 Árásum Úkraínumanna á Rússa hefur farið fjölgandi, þó fjöldi þeirra sé ekki sambærilegur árásum Rússa á Úkraínu. Í yfirlýsingu í dag sagði Selenskí að gífurlega mikilvægt væri að styrkja loftvarnir Úkraínumanna fyrir veturinn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, með því yfirlýst markmiði að frysta óbreytta borgara, þvinga þá á flótta og reyna að þvinga þá til uppgjafar. Úkraínumenn óttast að árásir þessar muni hefjast á nýjan leik með kaldari tíð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43
Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12
Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16