Tólfti bruninn á árinu þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. október 2023 21:50 Þremur var bjargað af svölum íbúðarinnar, sem er á efstu hæð fjölbýlishússins. Vísir/Einar/Egill Stórtjón varð á íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í nótt. Sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS segir bruna þar sem rafhlaupahjól koma við sögu vera að færast í aukana. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“ Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“
Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30
Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42