Tólfti bruninn á árinu þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. október 2023 21:50 Þremur var bjargað af svölum íbúðarinnar, sem er á efstu hæð fjölbýlishússins. Vísir/Einar/Egill Stórtjón varð á íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í nótt. Sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS segir bruna þar sem rafhlaupahjól koma við sögu vera að færast í aukana. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“ Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“
Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30
Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum