Tindastóll úr leik eftir tap í Eistlandi Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 18:06 Lærisveinar Pavel Ermolinskij töpuðu gegn BC Trepca í dag. Vísir/Vilhelm Lið Tindastóls tapaði gegn BC Trepca frá Kósóvó í undankeppni Evrópubikarsins í körfubolta en leikið var í Eistlandi í dag. Tapið þýðir að liðið á ekki möguleika á að komast í riðlakeppnina. Leikurinn í dag var jafn og spennandi nær allan tímann. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 17-16 Stólunum í vil eftir körfu Sigtryggs Arnars Björnssonar undir lok leikhlutans. Stólarnir héldu frumkvæðinu í öðrum leikhluta og náðu að auka forskot sitt sem mest varð átta stig í nokkur skipti í leikhlutanum. Lið Tindastóls var hins vegar í vandræðum sóknarlega og hökti sóknarleikur liðsins fullmikið á köflum. Vörnin var aftur á móti mjög öflug. Staðan í hálfleik 39-34 Tindastól í vil eftir flautuþrist frá liði BC Trepca rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Lið BC Trepca byrjaði þriðja leikhluta hins vegar afar vel. Liðið náði 9-0 áhlaupi og fyrsta karfa Tindastóls kom ekki fyrr en eftir tæplega fimm mínútna leik í leikhlutanum. Stólarnir voru enn í vandræðum með að skora en náðu þó forystunni á ný og leiddu 53-50 fyrir síðasta fjórðunginn. Hann fór því miður af stað á svipaðan hátt og þriðji leikhlutinn. Lið BC Trepca náði 18-5 áhlaupi í upphafi og munurinn orðinn tíu stig 68-58 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þann mun náðu leikmenn Tindastóls aldrei að brúa. Þrátt fyrir mikla baráttu var það kósóvska liðið sem fór með sigur af hólmi 77-69. Þar sem Tindastóll vann sjö stiga sigur á Pärnu Sadam í gær en tapaði með átta stigum í dag á liðið ekki möguleika á að enda í efsta sæti riðilsins, þó svo að lið Pärnu Sadam myndi vinna sigur BC Trepca á morgun og öll liðin þá jöfn að stigum. Innbyrðis stigaskor í öllum leikjum liðanna myndi þá gilda og þar sem Tindastóll tapaði gegn BC Trepca með meiri mun en liðið vann gegn Pärnu Sadam mun liðið aldrei ná efsta sætinu. Tindastóll er því úr leik í Evrópubikarnum í þetta skiptið. Stigahæstur í liði Tindastóls í dag var Callum Lawson með 17 stig en Þórir Þorbjarnarson skoraði 16. Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn og spennandi nær allan tímann. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 17-16 Stólunum í vil eftir körfu Sigtryggs Arnars Björnssonar undir lok leikhlutans. Stólarnir héldu frumkvæðinu í öðrum leikhluta og náðu að auka forskot sitt sem mest varð átta stig í nokkur skipti í leikhlutanum. Lið Tindastóls var hins vegar í vandræðum sóknarlega og hökti sóknarleikur liðsins fullmikið á köflum. Vörnin var aftur á móti mjög öflug. Staðan í hálfleik 39-34 Tindastól í vil eftir flautuþrist frá liði BC Trepca rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Lið BC Trepca byrjaði þriðja leikhluta hins vegar afar vel. Liðið náði 9-0 áhlaupi og fyrsta karfa Tindastóls kom ekki fyrr en eftir tæplega fimm mínútna leik í leikhlutanum. Stólarnir voru enn í vandræðum með að skora en náðu þó forystunni á ný og leiddu 53-50 fyrir síðasta fjórðunginn. Hann fór því miður af stað á svipaðan hátt og þriðji leikhlutinn. Lið BC Trepca náði 18-5 áhlaupi í upphafi og munurinn orðinn tíu stig 68-58 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þann mun náðu leikmenn Tindastóls aldrei að brúa. Þrátt fyrir mikla baráttu var það kósóvska liðið sem fór með sigur af hólmi 77-69. Þar sem Tindastóll vann sjö stiga sigur á Pärnu Sadam í gær en tapaði með átta stigum í dag á liðið ekki möguleika á að enda í efsta sæti riðilsins, þó svo að lið Pärnu Sadam myndi vinna sigur BC Trepca á morgun og öll liðin þá jöfn að stigum. Innbyrðis stigaskor í öllum leikjum liðanna myndi þá gilda og þar sem Tindastóll tapaði gegn BC Trepca með meiri mun en liðið vann gegn Pärnu Sadam mun liðið aldrei ná efsta sætinu. Tindastóll er því úr leik í Evrópubikarnum í þetta skiptið. Stigahæstur í liði Tindastóls í dag var Callum Lawson með 17 stig en Þórir Þorbjarnarson skoraði 16.
Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum