Fótbolti

HM 2030 verður í þremur heimsálfum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Argentína varð heimsmeistari í þriðja sinn í fyrra.
Argentína varð heimsmeistari í þriðja sinn í fyrra. getty/Richard Sellers

Heimsmeistaramót karla í fótbolta 2030 fer fram í samtals sex löndum í þremur heimsálfum.

Marokkó, Spánn og Portúgal munu halda HM 2030 en fyrstu þrír leikir mótsins fara fram í Úrúgvæ, Argentínu og Paragvæ.

Það er vegna hundrað ára afmælis heimsmeistaramótsins. Það fyrsta fór fram í Úrúgvæ 1930 þar sem heimamenn urðu meistarar eftir sigur á Argentínumönnum í úrslitaleik.

Úrúgvæ, Argentína, Paragvæ, Marokkó, Spánn og Portúgal komast öll sjálfkrafa á HM 2030. Þátttökulið á mótinu verða alls 48.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×