„Helvítis harmonikkuþjófarnir“ Pálmi Gunnarsson skrifar 4. október 2023 15:00 „Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun