Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 11:11 Beck var aðeins 16 ára gömul þegar hún gekk í herinn en fann sig þar og dafnaði þar til áreitnin hófst. Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira