Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 11:11 Beck var aðeins 16 ára gömul þegar hún gekk í herinn en fann sig þar og dafnaði þar til áreitnin hófst. Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira