Patrekur útskýrir málin: Ekki hættur að þjálfa og ekki að hlaupa í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2023 08:31 Patrekur Jóhannesson verður áfram mjög sýnilegur í Stjörnunni þrátt fyrir að vera hættur að þjálfa meistaraflokk karla. Vísir/Einar Patrekur Jóhannesson hætti óvænt þjálfun karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta í síðustu viku en það gerði hann eftir að tímabilið var farið af stað. Patrekur ætlar að einbeita sér að hinum hlutum starfs síns hjá félaginu. Patrekur heldur þannig áfram störfum sem íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Patrekur segist ekkert vera ómissandi í Stjörnunni en að hann hafi bara tekið að sér of mikið af störfum. Nú ætlar hann að einbeita sér meira að því að ná í styrktaraðila og efla grunninn og unglingastarfið hjá handknattleiksdeild Stjörnunnar. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Patrek í gær og fékk hann til útskýra málin betur. Patrekur fór þar yfir stöðuna og af hverju hann tók þessa ákvörðun ekki síst þar sem tímabilið var farið af stað. „Þessi tímapunktur, hvort sem hann er réttur eða rangur, gæti komið einhverjum á óvart. Auðvitað var aðdragandi að þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Enginn sem þvingaði mig til að gera það „Það er náttúrulega bara þannig að ég er í mörgum störfum og hef verið það síðustu tvö ár í félaginu. Ég kom mér í það og það var enginn sem þvingaði mig til þess að gera það. Ég hef haft gaman af því,“ sagði Patrekur. vísir/Diego „Ég hef séð um reksturinn á yngri flokka starfinu, íþróttahúsinu og allt í kringum það. Þetta gengur yfir ákveðinn tíma að höndla þetta. Síðan í sumar voru ákveðin stjórnarskipti eins og gerist oft í handboltanum. Þetta eru náttúrulega sjálfboðaliðar,“ sagði Patrekur og heldur áfram: Þurfti að vera heiðarlegur „Við höfum átt svolítið erfitt með að manna það núna en það verður vonandi betra. Það eru ýmsar ástæður. Að vera þjálfari, ef ég næ ekki að vera það hundrað prósent. Mér finnst ég hafa náð því hingað til en ég sá svona fram á það að við þurftum að gera breytingar. Ég þurfti að vera heiðarlegur með það. Að viðurkenna það að stundum er gott aðeins að stíga til baka og meta stöðuna,“ sagði Patrekur. „Ég hugsaði það í sumar. Við erum búnir að ganga í gegnum ákveðnar breytingar. Það er búinn að vera niðurskurður og fleira sem ég var alveg tilbúinn að taka þátt í. Síðan fæ ég Ragga Hermanns með mér í sumar sem kveikir áhugann og gerir mig bjartsýnan,“ sagði Patrekur. Hann er ánægður með aðstoðarþjálfarann Daníel Ísak Gústafsson. „Við erum þannig séð ekki með aðstoðarþjálfara en Daníel Ísak kemur í byrjun september. Þá fer ég að sjá að það er mikið vit í því að fá inn svona efnilegan ungan þjálfara. Ég sá hvað hann styrkti mig,“ sagði Patrekur. Stjarnan þurfti að skera niður í sumar „Það var alveg pæling að keyra þetta áfram með þjálfuninni. Ég held að það sé alveg jafn mikilvægt að hlúa að þessu sem við erum að gera hérna í grunninum. Talandi ekki um þegar þessar breytingar áttu sér stað. Við þurftum aðeins að dempa þetta niður. Ég vil að það verði farin þessi leið hér í Garðabæ, svona 70-30 kalla ég það. Að við séum að leggja meiri áherslu á þá sem eru yngri,“ sagði Patrekur. Vísir/Hulda Margrét Hann vill að yngra handboltafólkið í félaginu sjái meira af honum á æfingum. „Ég átti að vera miklu meira sýnilegur á yngri flokka æfingum. Ég veit að það hefur vantað. Nú vil ég fara svolítið inn í það. Ég er alveg sami keppnismaðurinn og elska að þjálfa,“ sagði Patrekur sem var á æfingu hjá nýja þjálfaranum í vikunni og segist ekki vera að fara. Hrannar Guðmundsson hefur aftur á móti tekið við Stjörnuliðinu. Er ekki að hlaupa í burtu „Ég er samt viðurkenna hluti fyrir mér sjálfum. Ég er ekki að segja að ég sé orðinn of gamall en ég á fjölskyldu líka. Yndislega konu og börn. Ég vildi hafa stjórn á hlutunum. Ég verð að viðurkenna að ég sjálfur og enginn annar, tók að mér of mikla vinnu. Ég er ekki að hlaupa í burtu eða fara neitt,“ sagði Patrekur. „Ég vil gera hlutina betur. Eftir að það kom í ljós hver myndi taka við liðinu þá er ég bara slakur yfir þessu. Hrannar er með rosalegan metnað. Hann er ekki búinn að þjálfa lengi en þekkir þetta. Daníel Ísak er síðan gott dæmi um ungan þjálfara sem er búinn að þjálfa í yngri flokkum en vantar bara að fá tækifærið. Ég er alveg til í það að taka þátt í því að búa til þjálfara,“ sagði Patrekur. Ætlar að þjálfa aftur „Ég er búinn að vera í þessu í fimmtán ár samfellt. Búinn að vinna fullt af leikjum, búinn að tapa alveg helling af leikjum. Verð Íslandsmeistari, búinn að falla, búinn að láta reka mig og allt. Ég þekki þetta allt. Þetta tekur alveg á,“ sagði Patrekur. Þetta verður samt ekki síðasta þjálfarastarfið á ferlinum. „Ég ætla einhvern tímann að þjálfa aftur. Það er pottþétt. Ég mun bara ekki að gera það með öllu þessu,“ sagði Patrekur en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Patrekur: Elska enn að þjálfa Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Patrekur segist ekkert vera ómissandi í Stjörnunni en að hann hafi bara tekið að sér of mikið af störfum. Nú ætlar hann að einbeita sér meira að því að ná í styrktaraðila og efla grunninn og unglingastarfið hjá handknattleiksdeild Stjörnunnar. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Patrek í gær og fékk hann til útskýra málin betur. Patrekur fór þar yfir stöðuna og af hverju hann tók þessa ákvörðun ekki síst þar sem tímabilið var farið af stað. „Þessi tímapunktur, hvort sem hann er réttur eða rangur, gæti komið einhverjum á óvart. Auðvitað var aðdragandi að þessu,“ sagði Patrekur Jóhannesson. Enginn sem þvingaði mig til að gera það „Það er náttúrulega bara þannig að ég er í mörgum störfum og hef verið það síðustu tvö ár í félaginu. Ég kom mér í það og það var enginn sem þvingaði mig til þess að gera það. Ég hef haft gaman af því,“ sagði Patrekur. vísir/Diego „Ég hef séð um reksturinn á yngri flokka starfinu, íþróttahúsinu og allt í kringum það. Þetta gengur yfir ákveðinn tíma að höndla þetta. Síðan í sumar voru ákveðin stjórnarskipti eins og gerist oft í handboltanum. Þetta eru náttúrulega sjálfboðaliðar,“ sagði Patrekur og heldur áfram: Þurfti að vera heiðarlegur „Við höfum átt svolítið erfitt með að manna það núna en það verður vonandi betra. Það eru ýmsar ástæður. Að vera þjálfari, ef ég næ ekki að vera það hundrað prósent. Mér finnst ég hafa náð því hingað til en ég sá svona fram á það að við þurftum að gera breytingar. Ég þurfti að vera heiðarlegur með það. Að viðurkenna það að stundum er gott aðeins að stíga til baka og meta stöðuna,“ sagði Patrekur. „Ég hugsaði það í sumar. Við erum búnir að ganga í gegnum ákveðnar breytingar. Það er búinn að vera niðurskurður og fleira sem ég var alveg tilbúinn að taka þátt í. Síðan fæ ég Ragga Hermanns með mér í sumar sem kveikir áhugann og gerir mig bjartsýnan,“ sagði Patrekur. Hann er ánægður með aðstoðarþjálfarann Daníel Ísak Gústafsson. „Við erum þannig séð ekki með aðstoðarþjálfara en Daníel Ísak kemur í byrjun september. Þá fer ég að sjá að það er mikið vit í því að fá inn svona efnilegan ungan þjálfara. Ég sá hvað hann styrkti mig,“ sagði Patrekur. Stjarnan þurfti að skera niður í sumar „Það var alveg pæling að keyra þetta áfram með þjálfuninni. Ég held að það sé alveg jafn mikilvægt að hlúa að þessu sem við erum að gera hérna í grunninum. Talandi ekki um þegar þessar breytingar áttu sér stað. Við þurftum aðeins að dempa þetta niður. Ég vil að það verði farin þessi leið hér í Garðabæ, svona 70-30 kalla ég það. Að við séum að leggja meiri áherslu á þá sem eru yngri,“ sagði Patrekur. Vísir/Hulda Margrét Hann vill að yngra handboltafólkið í félaginu sjái meira af honum á æfingum. „Ég átti að vera miklu meira sýnilegur á yngri flokka æfingum. Ég veit að það hefur vantað. Nú vil ég fara svolítið inn í það. Ég er alveg sami keppnismaðurinn og elska að þjálfa,“ sagði Patrekur sem var á æfingu hjá nýja þjálfaranum í vikunni og segist ekki vera að fara. Hrannar Guðmundsson hefur aftur á móti tekið við Stjörnuliðinu. Er ekki að hlaupa í burtu „Ég er samt viðurkenna hluti fyrir mér sjálfum. Ég er ekki að segja að ég sé orðinn of gamall en ég á fjölskyldu líka. Yndislega konu og börn. Ég vildi hafa stjórn á hlutunum. Ég verð að viðurkenna að ég sjálfur og enginn annar, tók að mér of mikla vinnu. Ég er ekki að hlaupa í burtu eða fara neitt,“ sagði Patrekur. „Ég vil gera hlutina betur. Eftir að það kom í ljós hver myndi taka við liðinu þá er ég bara slakur yfir þessu. Hrannar er með rosalegan metnað. Hann er ekki búinn að þjálfa lengi en þekkir þetta. Daníel Ísak er síðan gott dæmi um ungan þjálfara sem er búinn að þjálfa í yngri flokkum en vantar bara að fá tækifærið. Ég er alveg til í það að taka þátt í því að búa til þjálfara,“ sagði Patrekur. Ætlar að þjálfa aftur „Ég er búinn að vera í þessu í fimmtán ár samfellt. Búinn að vinna fullt af leikjum, búinn að tapa alveg helling af leikjum. Verð Íslandsmeistari, búinn að falla, búinn að láta reka mig og allt. Ég þekki þetta allt. Þetta tekur alveg á,“ sagði Patrekur. Þetta verður samt ekki síðasta þjálfarastarfið á ferlinum. „Ég ætla einhvern tímann að þjálfa aftur. Það er pottþétt. Ég mun bara ekki að gera það með öllu þessu,“ sagði Patrekur en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Patrekur: Elska enn að þjálfa
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira