„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 21:31 Alexandra segir vexti hækka sífellt og kallar eftir endurskoðun á kerfinu. arnar halldórsson Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira