Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 06:46 Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða. Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. „Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“ Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
„Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“
Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira