Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2023 10:06 Þungvopnaðir meðlimir glæpagengisins G9 and Family í kröfugöngu gegn Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í Port-au-Prince í september. AP/Odelyn Joseph Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. Tillagan kemur upprunalega frá António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en hún var formlega lögð fram af ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Ekvador. Sendiherrar þrettán ríkja greiddu atkvæði með tillögunni. Sendiherrar Rússlands og Kína sátu hjá. New York Times segir viðræður við sendiherra Rússlands og Kína um tillöguna hafa tekið töluverðan tíma og að samþykkt öryggisráðsins hafi verið endurskrifuð nokkrum sinnum vegna mótmæla frá þeim. Hve fjölmennt lið verður sent liggur ekki fyrir. Yfirvöld í Kenía hafa lagt til að senda um þúsund lögregluþjóna og yfirvöld í Jamaíka, á Bahamas-eyjum og í Antígva og Barbúda hafa einnig heitið því að senda menn en ekki liggur fyrir hvort bara verði sendir lögregluþjónar eða hvort til standi að senda hermenn til Haítí. Ekki liggur heldur fyrir hvenær mennirnir verða sendir til Haítí en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að það gæti gerst á næstu mánuðum. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Alfred Mutua, utanríkisráðherra Kenía, að það gæti gerst á næstu tveimur eða þremur mánuðum. Kannski í janúar. Verið sé að þjálfa yfirmenn í frönsku fyrir verkefnið. Mennirnir eiga að vera í Haítí í minnst ár og á taka ákvörðun um framlengingu eftir um níu mánuði. Þá verður verkefnið fjármagnað með frjálsum framlögum en Bandaríkin hafa heitið 200 milljónum dala til þess. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (til hægri) með William Ruto, forseta Kenía (til vinstri).AP/Jason DeCrow Óöld um árabil Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar segja þúsundir hafa verið myrta af glæpamönnum á undanförnu áru og að heilu hverfin í Port au Prince hafi verið tæmd af íbúum sem flúið hafa undan glæpagengjum, sem hafa myrt fólk, rænt og kúgað í massavís. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu til tíu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Fátækt er mikil í Haítí en meira en helmingur þjóðarinnar þénar minna þrjú hundruð krónur á dag. Starfandi ríkisstjórn Haítí kallaði fyrir tæpu ári eftir alþjóðlegri aðstoð við að reyna að koma böndum á glæpagengin. Ariel Henry, forsætisráðherra landsins, þakkaði öryggisráðinu, Kenía og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær, en sagði að ekki hefði verið hægt að bíða lengur. Vonast er til þess að liðsaukinn muni gera yfirvöldum í Haítí kleift að halda loks kosningar en þeim hefur ítrekað verið frestað frá því Moise var myrtur. Haítí Sameinuðu þjóðirnar Kenía Tengdar fréttir Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51 Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
Tillagan kemur upprunalega frá António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna en hún var formlega lögð fram af ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Ekvador. Sendiherrar þrettán ríkja greiddu atkvæði með tillögunni. Sendiherrar Rússlands og Kína sátu hjá. New York Times segir viðræður við sendiherra Rússlands og Kína um tillöguna hafa tekið töluverðan tíma og að samþykkt öryggisráðsins hafi verið endurskrifuð nokkrum sinnum vegna mótmæla frá þeim. Hve fjölmennt lið verður sent liggur ekki fyrir. Yfirvöld í Kenía hafa lagt til að senda um þúsund lögregluþjóna og yfirvöld í Jamaíka, á Bahamas-eyjum og í Antígva og Barbúda hafa einnig heitið því að senda menn en ekki liggur fyrir hvort bara verði sendir lögregluþjónar eða hvort til standi að senda hermenn til Haítí. Ekki liggur heldur fyrir hvenær mennirnir verða sendir til Haítí en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að það gæti gerst á næstu mánuðum. Þá hefur AP fréttaveitan eftir Alfred Mutua, utanríkisráðherra Kenía, að það gæti gerst á næstu tveimur eða þremur mánuðum. Kannski í janúar. Verið sé að þjálfa yfirmenn í frönsku fyrir verkefnið. Mennirnir eiga að vera í Haítí í minnst ár og á taka ákvörðun um framlengingu eftir um níu mánuði. Þá verður verkefnið fjármagnað með frjálsum framlögum en Bandaríkin hafa heitið 200 milljónum dala til þess. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (til hægri) með William Ruto, forseta Kenía (til vinstri).AP/Jason DeCrow Óöld um árabil Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar segja þúsundir hafa verið myrta af glæpamönnum á undanförnu áru og að heilu hverfin í Port au Prince hafi verið tæmd af íbúum sem flúið hafa undan glæpagengjum, sem hafa myrt fólk, rænt og kúgað í massavís. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu til tíu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Fátækt er mikil í Haítí en meira en helmingur þjóðarinnar þénar minna þrjú hundruð krónur á dag. Starfandi ríkisstjórn Haítí kallaði fyrir tæpu ári eftir alþjóðlegri aðstoð við að reyna að koma böndum á glæpagengin. Ariel Henry, forsætisráðherra landsins, þakkaði öryggisráðinu, Kenía og framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær, en sagði að ekki hefði verið hægt að bíða lengur. Vonast er til þess að liðsaukinn muni gera yfirvöldum í Haítí kleift að halda loks kosningar en þeim hefur ítrekað verið frestað frá því Moise var myrtur.
Haítí Sameinuðu þjóðirnar Kenía Tengdar fréttir Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51 Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. 1. ágúst 2023 14:51
Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44