Bændur gefast upp eða draga saman seglin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. október 2023 11:59 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur miklar áhyggjur af afkomuvanda í landbúnaði. Stöð 2/Ívar Fannar Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira