Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjötframleiðslu hér á landi sem hefur dregist umtalsvert saman. 

Rætt verður við formann Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman seglin. 

Þá fjöllum við um málefni flóttafólks frá Venesúela og ræðum við forstjóra vinnumálastofnunar um þau mál. 

Einnig segjum við frá innritun í framhaldsskóla landsins en um 6500 nemendur innritast í skólana í haust. Flestir fara í Tækniskólann. 

Einnig verður rætt við bæjarstjóra Snæfellsbæjar sem gagnrýnir ríkið fyrir að draga sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni. 

Og í íþróttapakka dagsins verður fjallað um spennuna í Bestu deild karla sem er sérstaklega hörð á meðal botnliðanna og ræðum umdeild ummæli þjálfara eftir leik í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×