„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 11:53 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira