Fótbolti

Ferna frá Martinez kemur Inter á toppinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lautaro Martínez skoraði fjögur í kvöld
Lautaro Martínez skoraði fjögur í kvöld Valerio Pennicino/Getty Images

Lautaro Martinez skoraði öll mörkin í 0-4 sigri Inter gegn Salernitana í 7. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. 

Inter Milan er komið í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur á útivelli gegn Salernitana. Salernitana er í fallsæti í deildinni með aðeins þrjú stig eftir sjö umferðir og ljóst var fyrir leik að það yrði á brattann að sækja. 

Markalaust var milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks, heimamönnum hafði tekist ágætlega að halda gestunum í skefjum. En þegar komið var út í seinni hálfleikinn tók Inter algjörlega völdin. 

Martinez skoraði fjögur mörk á tæpum hálftíma, það fyrsta á 62. mínútu og það fjórða rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. 

Inter endurheimtir því toppsætið af nágrönnum sínum í AC Milan. Þeir unnu Lazio 2-0 fyrr í dag og sátu tímabundið á toppnum. Ríkjandi deildarmeistarar Napoli sitja í 3. sætinu, þeir unnu sömuleiðis sína viðureign gegn Lecce í dag og fylgja fast á eftir Mílanó risunum. 

Úrslit dagsins úr ítölsku úrvalsdeildinni: 

Lecce 0 - 4 Napoli

AC Milan 2 - 0 Lazio

Salernitana 0 - 4 Inter Milan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×