Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 22:37 Sagan af Dimmalimm í upprunalegri útgáfu og nýrri útgáfu. Forlagið/Óðinsauga Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira