Fótbolti

„Skiptir okkur svo ótrúlega miklu máli“

Dagur Lárusson skrifar
Agla María Albertsdóttir í baráttunni fyrr í sumar
Agla María Albertsdóttir í baráttunni fyrr í sumar Vísir/Vilhelm

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð eftir sigur sín liðs gegn FH í Bestu deild kvenna í dag þar sem liðið fór langleiðina með að tryggja sér 2. sætið í deildinni.

„Mér fannst við einfaldlega töluvert betri heldur en þær í þessum leik. Við sköpuðum okkur mikið af færum í fyrri hálfleik og hefðum getað verið komnar nokkrum mörkum yfir en við náðum ekki að klára.“ 

„Þetta skiptir okkur svo ótrúlega miklu máli þessir leikir sem eru núna og þess vegna var aðallega bara frábært að fá þrjú stig“ 

Agla María talaði um það hvers vegna þessir leikir skiptu liðið sérstaklega miklu máli.

„Við erum einfaldlega komnar með bakið upp við vegg eftir slæmt gengi fyrr í sumar og þess vegna verðum við að standa okkur og vinna þessa leiki til að halda í annað sætið.“

Agla María talaði að lokum um að það yrði virkilega sætt að ná sigri gegn Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli í lokaumferðinni.

„Engin spurning, það væri geggjað og við ætlum okkur að gera það,“ sagði Agla María að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×