„Líklega mjög miklir fólksflutningar“ til Venesúela framundan Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. september 2023 21:54 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Stöð 2/Arnar Útlendingastofnun er heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt nýjum úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Með þessu hefur nefndin snúið við fyrri niðurstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skuli veitt sérstök viðbótarvernd. Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við. Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í þremur úrskurðum sem voru kveðnir upp í vikunni og birtir í dag segir að ástandið fari batnandi í Venesúela og að aðstæður séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem þaðan komi eigi á hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Á fyrstu átta mánuðum ársins sóttu hátt í þrjú þúsund manns um alþjóðlega vernd hér á landi og þar af voru flestir, eða hátt í þrettán hundruð, frá Venesúela. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi úrskurðina í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum loksins komin með skýra niðurstöðu og ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að við erum búin að bíða lengi eftir niðurstöðum kærunefndar útlendingamála. Og það er alveg ljóst að niðurstaðan frá þessum þremur málum, hún verður fordæmisgefandi,“ sagði Guðrún, aðspurð hver hennar viðbrögð við úrskurðunum væru. Guðrún segir fjögur hundruð mál bíða niðurstöðu hjá kærunefndinni og ellefu hundruð hjá Útlendingastofnun. „Þannig að þetta eru að lágmarki fimmtán hundruð einstaklingar sem þessi niðurstaða mun hafa áhrif á. Og eins og ég sagði þá gerum við ráð fyrir að niðurstaða kærunefndarinnar í gær verði fordæmisgefandi. Það þýðir það að um fimmtán hundruð manns munu að öllum líkindum fá neitun um viðbótarvernd hér á Íslandi og þurfa þar af leiðandi að yfirgefa landið.“ Hvað tekur við gagnvart þessu fólki? „Þetta verður auðvitað umfangsmikið verkefni og við höfum þegar hafið vinnu við það. Við erum þegar byrjuð að ræða við Útlendingastofnun, Ríkislögreglustjóra, stoðdeildina og svo Dómsmálaráðuneytið, hvernig við högum okkur í þessu máli. Það verða líklega mjög miklir fólksflutningar héðan til Venesúela og það verður að tryggja að það muni ganga vel og að fólk fái farsæla heimför,“ sagði Guðrún. „Til þess munu íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Það mun þýða að íslensk stjórnvöld munu aðstoða fólk og sjá til þess að fólk fái farsæla til Venesúela sem og mun fólk njóta heimferðarstyrkja til þess að aðstoða fólk við að koma sér fyrir á ný í heimalandinu,“ bætti hún við.
Innflytjendamál Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira