Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2023 19:15 Þórir Hall Stefánsson er forstöðumaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum. Vísir/Einar Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Neyðarskýlið er rekið af Rauða krossinum í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Geta þeir sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og verið þjónustusviptir leitað þangað. Er skýlið, að minnsta kosti fyrst um sinn, opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu á morgnanna. Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum, segir það óvíst hversu margir koma til með að nýta sér skýlið en á sjöunda tug er boðið að gera það. „Við getum ekki sagt mikið til um hversu margir úr þessum hópi munu koma til okkar eða hvort einhver komi yfir höfuð. Þetta er svo sem bara úrræði sem stendur þeim til boða og við treystum á samstarfið við aðra sem koma orðinu áleiðis til einstaklinga og gera þeim það kunnugt að við erum hér og fólk er velkomið,“ segir Þórir. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að þjónustusvipta fólkið þori ekki að mæta í neyðarskýlið af ótta við að vera handtekið þar. Þórir segir þær áhyggjur ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Við hugsum þetta úrræði út frá þörfum notendanna. Við getum ábyrgst það að þau eru alveg örugg og í góðu skjóli hjá okkur. Það er ekki tilgangurinn með þessu úrræði að koma einhverjum í hendur lögreglunnar, við getum alveg ábyrgst það,“ segir Þórir. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Flóttamenn Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Neyðarskýlið er rekið af Rauða krossinum í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Geta þeir sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og verið þjónustusviptir leitað þangað. Er skýlið, að minnsta kosti fyrst um sinn, opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu á morgnanna. Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum, segir það óvíst hversu margir koma til með að nýta sér skýlið en á sjöunda tug er boðið að gera það. „Við getum ekki sagt mikið til um hversu margir úr þessum hópi munu koma til okkar eða hvort einhver komi yfir höfuð. Þetta er svo sem bara úrræði sem stendur þeim til boða og við treystum á samstarfið við aðra sem koma orðinu áleiðis til einstaklinga og gera þeim það kunnugt að við erum hér og fólk er velkomið,“ segir Þórir. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að þjónustusvipta fólkið þori ekki að mæta í neyðarskýlið af ótta við að vera handtekið þar. Þórir segir þær áhyggjur ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Við hugsum þetta úrræði út frá þörfum notendanna. Við getum ábyrgst það að þau eru alveg örugg og í góðu skjóli hjá okkur. Það er ekki tilgangurinn með þessu úrræði að koma einhverjum í hendur lögreglunnar, við getum alveg ábyrgst það,“ segir Þórir.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Flóttamenn Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59