Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2023 12:01 Sólin sest við Garðskagavita. Vísir/Vilhelm Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tveir danskir ríkisborgarar sem voru um borð í skútunni, fæddir árið 1970 og 1989, og einn danskur ríkisborgari í viðbót sem færði þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Óvænt skemmtiferð Það var að kvöldi 23. júní sem sást til skútu úti við Garðskagavita. Maður sást sigla út skútunni á gúmmíbát og annar maður beið hans í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bíl yfir í gúmmíbátinn. Sami maður sigldi svo gúmmíbátnum á ný út í skútuna. Í framhaldinu fór lögregla um borð í skútuna þar sem þriðja manninn var að finna auk þess sem sótti vistir á gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust rúm 157 kíló af hassi og fjörutíu grömm af maríjúana. Voru þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafa verið í því síðan. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar almannahagsmuna. Þriðji maðurinn kærði nýlegan gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar sem hafnaði kröfu hans. Í úrskurðinum kemur fram að þriðji maðurinn, sem til einföldunar verður kallaður skútumaðurinn í þessari frétt, hafi sagt um óvænta skemmtiferð að ræða með hinum skipverjanum. Hann sagðist hafa vitað af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en þekkti hann þó ekki vel. Millifærði fyrir kaupunum Þeir hefðu byrjað ferðina sunnan við Bergen í Noregi og planið verið að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Þeir hefðu lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur til að nálgast vistir. Hann hefði hvorki þekkt né séð manninn sem færði þeim vistir. Þá hefði hann ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Lögregla hafði samband við fyrrverandi eiganda skútunnar og fékk upplýsingar um hver hefði borgað fyrir hana. Fyrrverandi eigandinn framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, þar sem fram kom að skútumaðurinn millifærði upphæðina 10. mars. Skútumaðurinn tjáði lögreglu í skýrslutöku að upphæðin hefði verið lögð inn á hann og hann sjálfur millifært á fyrrverandi eigandann. Áfram í steininum Skútumaðurinn sagðist ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn sinn, það hefði verið í nokkrum millifærslum en hann myndi ekki hve mörgum. Hann hefði upplýsingar í símanum sínum um hver hefði beðið hann um það en myndi ekki hvað viðkomandi héti. Skútumaðurinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vef Landsréttar til þessa vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Skútumaðurinn telur ekki forsendu fyrir varðhaldi því hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi til 12. október. Gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið var þingfest á dögunum og neita allir þrír sök. Skútumálið 2023 Lögreglumál Suðurnesjabær Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tveir danskir ríkisborgarar sem voru um borð í skútunni, fæddir árið 1970 og 1989, og einn danskur ríkisborgari í viðbót sem færði þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Óvænt skemmtiferð Það var að kvöldi 23. júní sem sást til skútu úti við Garðskagavita. Maður sást sigla út skútunni á gúmmíbát og annar maður beið hans í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bíl yfir í gúmmíbátinn. Sami maður sigldi svo gúmmíbátnum á ný út í skútuna. Í framhaldinu fór lögregla um borð í skútuna þar sem þriðja manninn var að finna auk þess sem sótti vistir á gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust rúm 157 kíló af hassi og fjörutíu grömm af maríjúana. Voru þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafa verið í því síðan. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar almannahagsmuna. Þriðji maðurinn kærði nýlegan gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar sem hafnaði kröfu hans. Í úrskurðinum kemur fram að þriðji maðurinn, sem til einföldunar verður kallaður skútumaðurinn í þessari frétt, hafi sagt um óvænta skemmtiferð að ræða með hinum skipverjanum. Hann sagðist hafa vitað af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en þekkti hann þó ekki vel. Millifærði fyrir kaupunum Þeir hefðu byrjað ferðina sunnan við Bergen í Noregi og planið verið að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Þeir hefðu lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur til að nálgast vistir. Hann hefði hvorki þekkt né séð manninn sem færði þeim vistir. Þá hefði hann ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Lögregla hafði samband við fyrrverandi eiganda skútunnar og fékk upplýsingar um hver hefði borgað fyrir hana. Fyrrverandi eigandinn framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, þar sem fram kom að skútumaðurinn millifærði upphæðina 10. mars. Skútumaðurinn tjáði lögreglu í skýrslutöku að upphæðin hefði verið lögð inn á hann og hann sjálfur millifært á fyrrverandi eigandann. Áfram í steininum Skútumaðurinn sagðist ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn sinn, það hefði verið í nokkrum millifærslum en hann myndi ekki hve mörgum. Hann hefði upplýsingar í símanum sínum um hver hefði beðið hann um það en myndi ekki hvað viðkomandi héti. Skútumaðurinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vef Landsréttar til þessa vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Skútumaðurinn telur ekki forsendu fyrir varðhaldi því hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi til 12. október. Gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið var þingfest á dögunum og neita allir þrír sök.
Skútumálið 2023 Lögreglumál Suðurnesjabær Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33