„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2023 12:00 Guðbergur Bergsson, rithöfundur. Kveðjuathöfn í hans anda verður haldin í Silfurbergi í Hörpu klukkan fjögur í dag. Vísir/Egill Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Guðbergur Bergsson lést 4. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins; eftir hann liggur fjöldi bóka af ýmsum toga og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Og í dag á að kveðja hann með pompi og prakt í Hörpu. Guðni Þorbjörnsson, sambýlismaður Guðbergs, stendur að athöfninni. Hann segir að það hafi alls ekki komið til greina að halda hefðbundna útför fyrir Guðberg. „Þetta er ekkert venjulegur viðburður, þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður. Við erum með Hörpuna út af fyrir okkur. Þarna verðum við með landslið listamanna með okkur, tónlistarfólk, rithöfunda og alla bestu vini okkar. Þarna verður Bubbi Morthens vinur okkar með sturlað atriði sem enginn hefur séð aður. Þá er Bubbi að búa til nýtt lag fyrir okkur,“ segir Guðni. Allir velkomnir og beint streymi á Vísi Athöfnin verður sett upp sem „hinsta listaverk“ Guðbergs, að sögn Guðna. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrir kveðjustundinni og auk áðurnefnds Bubba Morthens koma meðal annarra fram Ragnar Jónasson, Steinunn Sigurðardóttir og Jóhann Páll Valdimarsson. Blóm og kransar eru afþakkaðir í anda Guðbergs - og athöfnin er opin öllum. „Þetta er ofsalega flottur viðburður og það eru allir velkomnir. Þannig að ég vona að sem flestir komi og verði með okkur,“ segir Guðni Þorbjörnsson. Kveðjuathöfn Guðbergs hefst klukkan fjögur í Silfurbergi í Hörpu. Streymt verður beint frá athöfninni á Vísi. Bókmenntir Andlát Menning Reykjavík Tengdar fréttir Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29. september 2023 06:27 Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23. september 2023 06:00 Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. 6. september 2023 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Guðbergur Bergsson lést 4. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins; eftir hann liggur fjöldi bóka af ýmsum toga og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Og í dag á að kveðja hann með pompi og prakt í Hörpu. Guðni Þorbjörnsson, sambýlismaður Guðbergs, stendur að athöfninni. Hann segir að það hafi alls ekki komið til greina að halda hefðbundna útför fyrir Guðberg. „Þetta er ekkert venjulegur viðburður, þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður. Við erum með Hörpuna út af fyrir okkur. Þarna verðum við með landslið listamanna með okkur, tónlistarfólk, rithöfunda og alla bestu vini okkar. Þarna verður Bubbi Morthens vinur okkar með sturlað atriði sem enginn hefur séð aður. Þá er Bubbi að búa til nýtt lag fyrir okkur,“ segir Guðni. Allir velkomnir og beint streymi á Vísi Athöfnin verður sett upp sem „hinsta listaverk“ Guðbergs, að sögn Guðna. Séra Sigfinnur Þorleifsson stýrir kveðjustundinni og auk áðurnefnds Bubba Morthens koma meðal annarra fram Ragnar Jónasson, Steinunn Sigurðardóttir og Jóhann Páll Valdimarsson. Blóm og kransar eru afþakkaðir í anda Guðbergs - og athöfnin er opin öllum. „Þetta er ofsalega flottur viðburður og það eru allir velkomnir. Þannig að ég vona að sem flestir komi og verði með okkur,“ segir Guðni Þorbjörnsson. Kveðjuathöfn Guðbergs hefst klukkan fjögur í Silfurbergi í Hörpu. Streymt verður beint frá athöfninni á Vísi.
Bókmenntir Andlát Menning Reykjavík Tengdar fréttir Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29. september 2023 06:27 Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23. september 2023 06:00 Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. 6. september 2023 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. 29. september 2023 06:27
Kveðjuathöfn Guðbergs verður í Hörpu Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16. 23. september 2023 06:00
Guðbergur Bergsson er látinn Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. 6. september 2023 06:15