Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 12:02 Steinunn Birna og Gissur Páll eru gestir dagsins í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira