Sjáðu þrennu Pedersens, mörkin sem felldu Keflavík og öll hin úr Bestu deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2023 10:00 Patrick Pedersen skoraði þrisvar sinnum gegn Breiðabliki. vísir/anton Patrick Pedersen skoraði þrjú af þeim 22 mörkum sem voru gerð í 25. umferð Bestu deildar karla í gær. Valur tryggði sér 2. sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Breiðabliki á Origo-vellinum. Pedersen skoraði þrennu fyrir Valsmenn og þá gerði Anton Ari Einarsson sjálfsmark. Anton Logi Lúðvíksson og Kristófer Ingi Kristinsson skoruðu fyrir Blika. Klippa: Valur 4-2 Breiðablik Stjarnan kom sér í góða stöðu í baráttunni um Evrópusæti með 2-0 sigri á KR á heimavelli. Emil Atlason skoraði bæði mörk leiksins. Hann er markahæstur í deildinni með sautján mörk og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í efstu deild. Klippa: Stjarnan 2-0 KR Íslandsmeistarar Víkings komu til baka og sigruðu FH í Víkinni, 2-1. FH-ingar voru yfir í hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson skoraði. Snemma í seinni hálfleik fékk Ástbjörn Þórðarson rautt spjald og Víkingar nýttu sér það. Aron Elís Þrándarson jafnaði og Nikolaj Hansen skoraði svo sigurmark meistaranna. Klippa: Víkingur 2-1 FH Keflavík féll úr Bestu deildinni eftir 3-1 tap fyrir Fram í Úlfarsárdalnum. Guðmundur Magnússon, Jannik Pohl og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Frammara sem eru nú þremur stigum frá fallsæti þegar tveimur umferðum er ólokið. Edon Osmani skoraði fyrir Keflvíkinga. Klippa: Fram 3-1 Keflavík Þrátt fyrir að vera manni færri í 84 mínútur eftir að Sveinn Gísli Þorkelsson fékk rautt spjald gerði Fylkir jafntefli við HK í Kórnum, 2-2. Atli Arnarson og Anton Söjberg skoruðu fyrir HK-inga en Benedikt Daríus Garðarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson jöfnuðu tvisvar fyrir Fylkismenn. Klippa: HK 2-2 Fylkir Þá vann KA ÍBV, 2-1, fyrir norðan. KA-menn hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni. Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk Akureyringa en Jón Ingason gerði mark Eyjamanna með skoti beint úr aukaspyrnu. Klippa: KA 2-1 ÍBV Öll mörkin úr 25. umferð Bestu deildarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Valur tryggði sér 2. sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Breiðabliki á Origo-vellinum. Pedersen skoraði þrennu fyrir Valsmenn og þá gerði Anton Ari Einarsson sjálfsmark. Anton Logi Lúðvíksson og Kristófer Ingi Kristinsson skoruðu fyrir Blika. Klippa: Valur 4-2 Breiðablik Stjarnan kom sér í góða stöðu í baráttunni um Evrópusæti með 2-0 sigri á KR á heimavelli. Emil Atlason skoraði bæði mörk leiksins. Hann er markahæstur í deildinni með sautján mörk og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í efstu deild. Klippa: Stjarnan 2-0 KR Íslandsmeistarar Víkings komu til baka og sigruðu FH í Víkinni, 2-1. FH-ingar voru yfir í hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson skoraði. Snemma í seinni hálfleik fékk Ástbjörn Þórðarson rautt spjald og Víkingar nýttu sér það. Aron Elís Þrándarson jafnaði og Nikolaj Hansen skoraði svo sigurmark meistaranna. Klippa: Víkingur 2-1 FH Keflavík féll úr Bestu deildinni eftir 3-1 tap fyrir Fram í Úlfarsárdalnum. Guðmundur Magnússon, Jannik Pohl og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Frammara sem eru nú þremur stigum frá fallsæti þegar tveimur umferðum er ólokið. Edon Osmani skoraði fyrir Keflvíkinga. Klippa: Fram 3-1 Keflavík Þrátt fyrir að vera manni færri í 84 mínútur eftir að Sveinn Gísli Þorkelsson fékk rautt spjald gerði Fylkir jafntefli við HK í Kórnum, 2-2. Atli Arnarson og Anton Söjberg skoruðu fyrir HK-inga en Benedikt Daríus Garðarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson jöfnuðu tvisvar fyrir Fylkismenn. Klippa: HK 2-2 Fylkir Þá vann KA ÍBV, 2-1, fyrir norðan. KA-menn hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni. Jóan Símun Edmundsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk Akureyringa en Jón Ingason gerði mark Eyjamanna með skoti beint úr aukaspyrnu. Klippa: KA 2-1 ÍBV Öll mörkin úr 25. umferð Bestu deildarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira