Laugin tóm í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. september 2023 20:26 Árni Jónsson er framkvæmdastjóri Laugardalslaugar. Vísir/Elísabet Inga Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. „Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt. Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
„Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt.
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira