Verum bleik – fyrir okkur öll! Halla Þorvaldsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Krabbamein snerta okkur öll. Í lok ársins 2022 voru 17.500 manns á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Í kringum hvern og einn er líklegt að séu að minnsta kosti tíu einstaklingar sem jafngildir því að krabbamein séu í nánasta umhverfi næstum hálfrar þjóðarinnar og það án þess að við teljum með þann mikla fjölda sem hefur misst ástvini úr krabbameinum. Reynslan í áranna rás sýnir að fólk og fyrirtæki taka fagnandi tækifærinu til að taka þátt og sýna samstöðu í verki í Bleiku slaufunni. Samstaðan og þátttakan er einmitt í lykilhlutverki í Bleiku slaufunni í ár, þannig er lífið einfaldlega betra, ekki síst þegar á móti blæs. Til að ná árangri gegn skæðri ógn eins og krabbameinum þurfum við öll að taka þátt. Við þurfum samstöðu á öllum vígstöðvum. Í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja sem stysta bið eftir þjónustu og að fólk geti treyst á samfellu í þjónustunni og bestu meðferð. Á vinnustöðum, með stuðningi við samstarfsfólk og með því að veita svigrúm til fjarveru og endurkomu til vinnu. Í skólum, í vinahópum og fjölskyldum og í raun hvar sem gripið er niður. Krabbamein reyna á okkur öll og allt verður betra ef við stöndum saman, styðjum hvert annað, hjálpumst að og vinnum að sama marki, hver og hvar sem við erum. Enginn á að þurfa að standa einn með krabbamein. Verkefnið er stórt nú þegar og mun stækka verulega á næstu árum. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein, hvort sem er í forvörnum, greiningu og meðferð eða lífsgæðum fólks, þarf skýrar og markvissar aðgerðir. Þjóðin hefur ítrekað sýnt í könnunum að heilbrigðismál eru það sem skiptir hana einna mestu og víst er að krabbamein eru þar ofarlega á lista. Mikilvægt er að stjórnvöld standi með landsmönnum. Góðu fréttirnar eru að sífellt fleiri lifa. Í hópi þeirra 9.586 kvenna sem voru á lífi eftir að hafa fengið krabbamein, í lok árs 2022 voru margar læknaðar af sínum meinum, aðrar í meðferð og enn aðrar að takast á við afleiðingar sjúkdóms eða meðferðar. Þó framfarir séu stöðugar í greiningu og meðferð eru lífshorfur misgóðar eftir því hvaða krabbamein eiga í hlut, til dæmis er fimm ára lifun kvenna sem fá brjóstakrabbamein að meðaltali um 88% en 7% eftir briskrabbamein. Við fögnum framförunum en gleymum ekki þeirri staðreynd að krabbamein eru enn orsakavaldur rúmlega fjórðungs dauðsfalla hér á landi. Við viljum ná enn betri árangri. Í starfi Krabbameinsfélagsins eru þrjú meginmarkmið; að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að fjölga þeim sem lifa af og að lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra séu sem best. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Sýnum samstöðu í verki, verum bleik, fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun