Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2023 11:20 Jóhann Páll fékk sér lúr með syni sínum, mætti svo niður í þing og honum leist sannast sagna ekki á blikuna. hari Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. „Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“ Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“
Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira