Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2023 11:20 Jóhann Páll fékk sér lúr með syni sínum, mætti svo niður í þing og honum leist sannast sagna ekki á blikuna. hari Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðu á þinginu nú rétt í þessu. Og taldi stjórnina með allt niður um sig í þeim efnum. „Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“ Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Já, frú forseti, ég ætlaði nú að halda ræðu um allt annað en svo tók ég stuttan morgunlúr með dóttur minni og vaknaði upp við að það er átta prósenta verðbólga í landinu og hún er á uppleið annan mánuðinn í röð. Átta prósenta verðbólga og Sjálfstæðisflokkurinn er í hláturskasti í hliðarsölum,“ sagði þingmaðurinn forviða. Jóhann Páll sagði nær ekkert á dagskrá þinginsins utan einhver þingmannamál sem viti að verði að lögum komi ekkert frá ríkisstjórninni. „En það er bara hlegið og trallað og eitthvað dútl og dinglumdangl…“ Fljóta hlæjandi að feygðarósi Ljóst var að glensið í hliðarsal fór í taugarnar á Jóhanni Páli en Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna taldi þingmanninn fara frjálslega með og greip inn í: „Mannréttindastofnun!“ Þá væntanlega í þeirri merkingu að það væri nú það sem stjórnin stæði í ströngu við að láta raungerast en Jóhann Páll lét það ekki slá sig út af laginu. „Mannréttindastofnun mun ekki laga verðbólguna. Hún er ágæt og hún hefði átt að koma fyrir löngu. En hvar eru aðgerðirnar og hvar er forystan? Hvar er ríkisstjórnin og hvar eru alvöruaðgerðir til að sporna gegn verðbólgu og verja fólkið í landinu gegn verðbólgu? Það hafa það ekki allir jafn gott og við hérna… hvenær kemur kjarapakkinn sem við í Samfylkingunni höfum kallað eftir aftur og aftur? Það er ekki nóg að segja bara aftur og aftur: Verðbólgan mun fara niður, það er hálfleikur hohoho, verðbólgan mun fara niður og það er gaman hjá okkur.“ Hvar er forystan, hvar er ríkisstjórnin? Jóhann Páll sagði að það þyrfti að grípa til aðgerða og sýna að alvara sé í viðureigninni við verðbólgu. „Nú er staðan þannig að verðbólguvæntingar eru á uppleið ef eitthvað er vegna þess að fólkið í landinu og fólkið sem rekur fyrirtækið hérna hefur enga trú á að þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og hafa verið kynntar aftur og aftur, sömu aðgerðirnar á sömu glærusýningu, sömu blaðamannafundunum aftur og aftur, að þær dugi til að sporna gegn verðbólgu né þá heldur til að verja fólkið í landinu gagnvart henni.“ Og Jóhann Páll kallaði enn eftir forystu? Hann spurði hvenær ríkisstjórnin ætli að vakna? „Hvenær ætlar ríkisstjórnin að átta sig á því, eins og ég gerði hérna áðan þegar ég vaknaði að það eru 8 prósent verðbólga í landinu og hún er á uppleið og það þarf að taka á því? Hvar er ríkisstjórnin og hvar er forystan í efnahagsmálum?“
Alþingi Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira