Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2023 10:40 Laxárdeilan 1970. Þegar bílalest Þingeyinga hlykkjaðist niður Vaðlaheiðina áttuðu ráðamenn sig á alvarleika málsins og á því að hér væri fólk sem léti ekki stöðva sig. Landeigendur. Nú stendur til að endurtaka leikinn en á talsvert stærri skala. Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. „Nú er komið að vendipunkti í þessari deilu og nú reiðir á samstöðu allra landeigenda. Líkt og í Laxárdeilunni snýst málið um tilvist villta laxastofnsins – mun hann lifa eða mun hann deyja. Og nú er allt landið og allir stofnar undir. 7. október næstkomandi munum við sýna íslenskum ráðamönnum að okkur er dauðans alvara og að við munum ekki láta stöðva okkur. Munum að fólkið sem tengist jörðunum við árnar, veiðimenn og þeir sem láta sig náttúruna varða eru margfalt fleiri en þeir sem styðja eldi á frjóum norskum laxi.“ Villti laxinn heyrir sögunni til innan tíðar verði ekkert að gert Svo segir í herskáu bréfi til landeigenda sem Vísir hefur undir höndum. „Til að undirstrika þunga okkar skilaboða þurfum við öll að mæta og fylkja liði niður á Austurvöll. Það er nú eða aldrei fyrir villta laxinn!“ Hér er vitaskuld verið að vísa til stórfellds stroks frjórra eldislaxa úr kvíum í Patreksfirði með þeim afleiðingum að frjóan eldislax má finna í öllum ám á Norð-Vesturlandi. Laxárdeilan 1970 er kveikja hugmyndarinnar. Herkvaðning hefur verið send út til allra sem líst ekki á blikuna og boðað til fjöldamótmæla 7. október við Austurvöll. „Síðastliðinn mánuð hafa 230 norskir kynþroska eldislaxar veiðst í laxveiðiánum okkar eftir stórfellt mengunarslys hjá Arctic Fish. Fjöldi fiska sem gengið hefur í árnar skiptir sennilega þúsundum. Þessir fiskar munu taka þátt í hrygningu villta laxins okkar með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á erfðasamsetningu hans. Ljóst er að villti laxinn mun heyra sögunni til innan fárra ára ef þessi þróun verður ekki stöðvuð,“ segir í bréfinu. Þá kemur fram að undanfarnar vikur hafi mikill fjöldi félagsmanna úr grasrót veiðiréttarhafa – bændur og landeigendur – komið að máli við okkur stjórn og starfsmenn Landssambands veiðifélaga og lýst yfir áhyggjum, sorg og reiði vegna þessa ástands sem upp er komið. Bílalest í bæinn „Þessa dagana róum við, ásamt bændum og landeigendum, öllum árum að því að takmarka það tjón sem sjókvíaeldið hefur valdið okkur og villta laxastofninum. En það er ekki nóg. Nú þarf að stöðva þennan mengandi iðnað í eitt skipti fyrir öll,“ segir í hinu skorinorða bréfi. Menn brettu upp ermar 1970 þegar hópbílaakstur bænda til Akureyrar varð að raunveruleika. Fram kemur að í samtali við grasrótina og önnur náttúruverndarsamtök hefur verið ákveðið að efna til fjöldamótmæla laugardaginn 7. október næstkomandi. „Til stendur að bændur, landeigendur, veiðimenn og allir sem styðja málstaðinn muni aka úr sinni heimasveit í einni bílalest og halda niður á Austurvöll og tjá þar ráðamönnum afstöðu okkar og kröfur.“ Þá segir að þessi aðgerð eigi sér skírskotun til Laxárdeilunnar – einnar best heppnuðu mótmælaaðgerðar okkar tíma. Hluti þeirra aðgerða var að Þingeyingar óku í bílalest sem taldi hátt á annað hundrað bíla úr sinni heimasveit yfir til Akureyrar til að afhenda bæjarstjóra mótmælaskjal. „Þegar bílalest Þingeyinga hlykkjaðist niður Vaðlaheiðina áttuðu ráðamenn sig á alvarleika málsins og á því að hér væri fólk sem léti ekki stöðva sig.“ Ógurlegt að sturta góðu starfi í hafið Árni Pétur Hilmarsson í Nesi er barnabarn bóndans sem leiddi hópakstur bænda til Akureyrar 1970 til að Laxárdeilunni. Hann er frumkvæðismaður þessa hópaksturs nú. „Þaðan sprettur jú hugmyndin,“ segir Árni Pétur í samtali við Vísi. Hugmyndin er að sú að landeigendur rísi upp og láti í sér heyra. Afi Árna Péturs var einn þeirra sem stóð að mótmælunum 1970 og honum rennur blóðið til skyldunnar. Nú eru það allar ár á Íslandi sem eru undir.aðsend „Gríðarlega ósanngjarnt að ein atvinnugrein rísi á kostnað annarra. Nú er hugmyndin að landeigendur rísi upp fyrir allar ár. Lax er á válista og Ísland er eitt síðasta vígi hans í heiminum.“ Árni segir merkilegt nokk okkur Íslendingum hafa fram til þessa farnast vel að hugsa um okkar ár, með hóflegri veiði og álagsstjórnun. „Okkur hefur haldist betur á okkar laxi nema ef vera kynni á nyrsta hluta Rússlands. Við höfum mikla ábyrgð sem land í þessum efnum. Og ef við ætlum ekki að læra af mistökum annarra, hleypa þessum ósköpum nánast eftirlitslaust hér á forsendum norsku kauphallarinnar, það er náttúrlega alveg ógurlegt.“ Logið linnulítið um gang mála Árni Pétur segir aðfarirnar sem nú eru uppi gengdarlausar og menn viti svo augljóslega ekkert hvað þeir séu að gera. Þeir helli skordýraeitri í firðina okkar án þess að áhrif þess séu könnuð. Þarna séu meðal annars uppeldisstöðvar bolfisks. Það gekk mikið á í Laxárdeilunni 1970 og mótmælin virkuðu. Árni Pétur telur sérkennilegt að þessi eldisfyrirtæki hafi komið sé inn undir hjá samtökum í sjálvarútvegi, það veki upp spurningar hvort þeim samtökum sé yfirleitt treystandi fyrir auðlindinni. „Menn vita ekkert hvað þeir eru að gera. Merkilegt að samtök í sjávarútvegi taka þetta inn til sín og séu með þetta innan sinna vébanda. Setur spurningu upp í höfuðið á manni; er þeim treystandi fyrir auðlindinni?“ Árni Pétur býst við góðri þátttöku og hvetur alla til að mæta sem láta sig málið varða. Bréfið sé nú að finna sína og hann heyri ekki annað en mikla stemmningu. Enda sé verið að troða þessu ofan um kokið á okkur þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Menn fara með ósannindi, blákalt: Það sleppur enginn fiskur, það verður engin lús … og svo framvegis og svo framvegis. Allt rugl.“ Uppfært 29/9/2023 kl. 09:00 Nú hefur Landsamband veiðfélaga skráð sérstakan viðburð á Facebook og hafa 1,8 þúsund manns gert viðvart um að þeir sýni honum áhuga. Þar segir: „Þann 7. október munu bændur og landeigendur alls staðar af landinu, ásamt breiðum hópi stuðningsmanna og náttúruverndarsinna fjölmenna á Austurvöll og krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Við hvetjum þig og alla þína til að mæta og sýna stuðning. Það er nú eða aldrei. Erfðablöndun er þegar hafin í íslenskum ám og umhverfisslysin hrannast upp hjá sjókvíaeldisiðnaðinum. Við þurfum að sýna ráðamönnum að norskir auðmenn komast ekki upp með arðrán og yfirgang, sem mun eyðileggja íslenska náttúru og villtan lax.“ Sjókvíaeldi Lax Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Nú er komið að vendipunkti í þessari deilu og nú reiðir á samstöðu allra landeigenda. Líkt og í Laxárdeilunni snýst málið um tilvist villta laxastofnsins – mun hann lifa eða mun hann deyja. Og nú er allt landið og allir stofnar undir. 7. október næstkomandi munum við sýna íslenskum ráðamönnum að okkur er dauðans alvara og að við munum ekki láta stöðva okkur. Munum að fólkið sem tengist jörðunum við árnar, veiðimenn og þeir sem láta sig náttúruna varða eru margfalt fleiri en þeir sem styðja eldi á frjóum norskum laxi.“ Villti laxinn heyrir sögunni til innan tíðar verði ekkert að gert Svo segir í herskáu bréfi til landeigenda sem Vísir hefur undir höndum. „Til að undirstrika þunga okkar skilaboða þurfum við öll að mæta og fylkja liði niður á Austurvöll. Það er nú eða aldrei fyrir villta laxinn!“ Hér er vitaskuld verið að vísa til stórfellds stroks frjórra eldislaxa úr kvíum í Patreksfirði með þeim afleiðingum að frjóan eldislax má finna í öllum ám á Norð-Vesturlandi. Laxárdeilan 1970 er kveikja hugmyndarinnar. Herkvaðning hefur verið send út til allra sem líst ekki á blikuna og boðað til fjöldamótmæla 7. október við Austurvöll. „Síðastliðinn mánuð hafa 230 norskir kynþroska eldislaxar veiðst í laxveiðiánum okkar eftir stórfellt mengunarslys hjá Arctic Fish. Fjöldi fiska sem gengið hefur í árnar skiptir sennilega þúsundum. Þessir fiskar munu taka þátt í hrygningu villta laxins okkar með tilheyrandi skaðlegum áhrifum á erfðasamsetningu hans. Ljóst er að villti laxinn mun heyra sögunni til innan fárra ára ef þessi þróun verður ekki stöðvuð,“ segir í bréfinu. Þá kemur fram að undanfarnar vikur hafi mikill fjöldi félagsmanna úr grasrót veiðiréttarhafa – bændur og landeigendur – komið að máli við okkur stjórn og starfsmenn Landssambands veiðifélaga og lýst yfir áhyggjum, sorg og reiði vegna þessa ástands sem upp er komið. Bílalest í bæinn „Þessa dagana róum við, ásamt bændum og landeigendum, öllum árum að því að takmarka það tjón sem sjókvíaeldið hefur valdið okkur og villta laxastofninum. En það er ekki nóg. Nú þarf að stöðva þennan mengandi iðnað í eitt skipti fyrir öll,“ segir í hinu skorinorða bréfi. Menn brettu upp ermar 1970 þegar hópbílaakstur bænda til Akureyrar varð að raunveruleika. Fram kemur að í samtali við grasrótina og önnur náttúruverndarsamtök hefur verið ákveðið að efna til fjöldamótmæla laugardaginn 7. október næstkomandi. „Til stendur að bændur, landeigendur, veiðimenn og allir sem styðja málstaðinn muni aka úr sinni heimasveit í einni bílalest og halda niður á Austurvöll og tjá þar ráðamönnum afstöðu okkar og kröfur.“ Þá segir að þessi aðgerð eigi sér skírskotun til Laxárdeilunnar – einnar best heppnuðu mótmælaaðgerðar okkar tíma. Hluti þeirra aðgerða var að Þingeyingar óku í bílalest sem taldi hátt á annað hundrað bíla úr sinni heimasveit yfir til Akureyrar til að afhenda bæjarstjóra mótmælaskjal. „Þegar bílalest Þingeyinga hlykkjaðist niður Vaðlaheiðina áttuðu ráðamenn sig á alvarleika málsins og á því að hér væri fólk sem léti ekki stöðva sig.“ Ógurlegt að sturta góðu starfi í hafið Árni Pétur Hilmarsson í Nesi er barnabarn bóndans sem leiddi hópakstur bænda til Akureyrar 1970 til að Laxárdeilunni. Hann er frumkvæðismaður þessa hópaksturs nú. „Þaðan sprettur jú hugmyndin,“ segir Árni Pétur í samtali við Vísi. Hugmyndin er að sú að landeigendur rísi upp og láti í sér heyra. Afi Árna Péturs var einn þeirra sem stóð að mótmælunum 1970 og honum rennur blóðið til skyldunnar. Nú eru það allar ár á Íslandi sem eru undir.aðsend „Gríðarlega ósanngjarnt að ein atvinnugrein rísi á kostnað annarra. Nú er hugmyndin að landeigendur rísi upp fyrir allar ár. Lax er á válista og Ísland er eitt síðasta vígi hans í heiminum.“ Árni segir merkilegt nokk okkur Íslendingum hafa fram til þessa farnast vel að hugsa um okkar ár, með hóflegri veiði og álagsstjórnun. „Okkur hefur haldist betur á okkar laxi nema ef vera kynni á nyrsta hluta Rússlands. Við höfum mikla ábyrgð sem land í þessum efnum. Og ef við ætlum ekki að læra af mistökum annarra, hleypa þessum ósköpum nánast eftirlitslaust hér á forsendum norsku kauphallarinnar, það er náttúrlega alveg ógurlegt.“ Logið linnulítið um gang mála Árni Pétur segir aðfarirnar sem nú eru uppi gengdarlausar og menn viti svo augljóslega ekkert hvað þeir séu að gera. Þeir helli skordýraeitri í firðina okkar án þess að áhrif þess séu könnuð. Þarna séu meðal annars uppeldisstöðvar bolfisks. Það gekk mikið á í Laxárdeilunni 1970 og mótmælin virkuðu. Árni Pétur telur sérkennilegt að þessi eldisfyrirtæki hafi komið sé inn undir hjá samtökum í sjálvarútvegi, það veki upp spurningar hvort þeim samtökum sé yfirleitt treystandi fyrir auðlindinni. „Menn vita ekkert hvað þeir eru að gera. Merkilegt að samtök í sjávarútvegi taka þetta inn til sín og séu með þetta innan sinna vébanda. Setur spurningu upp í höfuðið á manni; er þeim treystandi fyrir auðlindinni?“ Árni Pétur býst við góðri þátttöku og hvetur alla til að mæta sem láta sig málið varða. Bréfið sé nú að finna sína og hann heyri ekki annað en mikla stemmningu. Enda sé verið að troða þessu ofan um kokið á okkur þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Menn fara með ósannindi, blákalt: Það sleppur enginn fiskur, það verður engin lús … og svo framvegis og svo framvegis. Allt rugl.“ Uppfært 29/9/2023 kl. 09:00 Nú hefur Landsamband veiðfélaga skráð sérstakan viðburð á Facebook og hafa 1,8 þúsund manns gert viðvart um að þeir sýni honum áhuga. Þar segir: „Þann 7. október munu bændur og landeigendur alls staðar af landinu, ásamt breiðum hópi stuðningsmanna og náttúruverndarsinna fjölmenna á Austurvöll og krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Við hvetjum þig og alla þína til að mæta og sýna stuðning. Það er nú eða aldrei. Erfðablöndun er þegar hafin í íslenskum ám og umhverfisslysin hrannast upp hjá sjókvíaeldisiðnaðinum. Við þurfum að sýna ráðamönnum að norskir auðmenn komast ekki upp með arðrán og yfirgang, sem mun eyðileggja íslenska náttúru og villtan lax.“
Sjókvíaeldi Lax Fiskeldi Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira