Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 23:41 Bandaríska sendiráðið á Íslandi stendur við Engjateig. Það má telja sennilegt að sá sem hreppir bílstjórastöðuna komi til með að þurfa að rata þangað. Vísir/Vilhelm Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu.
Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira