Bandaríkjamenn leita að bílstjóra á brynvarinn bíl í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 23:41 Bandaríska sendiráðið á Íslandi stendur við Engjateig. Það má telja sennilegt að sá sem hreppir bílstjórastöðuna komi til með að þurfa að rata þangað. Vísir/Vilhelm Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur auglýst eftir einkabílstjóra til að aka sendiherranum og öðrum starfsmönnum sendiráðsins í brynvörðum bíl. Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Starfið er auglýst á atvinnuleitarvefnum Alfreð, en auglýsingin var birt 25. september. Þar segir að bílstjórinn komi til með að stjórna brynvörðum bíl (e. fully armored vehicle) í því skyni að aka sendiherranum, og öðrum embættismönnum á vegum þess, milli staða í Reykjavík og nágrenni. Að sama skapi sé það í hans verkahring að sjá til þess að bifreiðin sé hrein og í nothæfu ástandi, auk þess að sinna minniháttar viðhaldi. Um helstu verkefni og ábyrgð þess sem gegnir stöðunni segir meðal annars: „Metur á skjótan og yfirvegaðan hátt áhættur og mögulegar aðgerðir, þar sem ítrasta öryggi farþega er í fyrirrúmi.“ Þarf að kunna ensku og á tölvur Eins og gefur að skilja er gilt og löglegt ökuskírteini fyrst á blað þegar kemur að menntunar- og hæfniskröfum. Þá er gerð krafa um að viðkomandi geti áttað sig á göllum í bifreiðum og tilkynnt þær til viðeigandi yfirvalda, auk þess sem grundvallar tölvukunnátta er áskilin. Að sama skapi er gerð krafa um að viðkomandi hafi minnst þriggja ára reynslu af akstri í atvinnuskyni, framhaldsskólapróf og góða íslenskukunnáttu. Minni kröfur eru gerðar á enskukunnáttu viðkomandi, en þó er áskilið að bílstjórinn hafi grunnhæfni í málinu. Í auglýsingunni er áhugasömum bent á að nánari upplýsingar um starfið megi finna á vef sendiráðsins, en umsóknarfresturinn er stuttur og rennur út næstkomandi laugardag, 30. september. Vilja stórefla öryggisvarnir Ýmislegt er á döfinni hjá sendiráðinu. Á dögunum fjölluðum við um hugmyndir sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu sagði hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Halla Helgadóttir, íbúar hverfisins, virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu.
Vinnumarkaður Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira