Tölfræði rennur stoðum undir ótrúlegan viðsnúning McLaren Aron Guðmundsson skrifar 27. september 2023 16:30 Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn Formúlu 1 liðs McLaren, með verðlaunagripi sína frá Japans-kappakstrinum Vísir/Getty Svo virðist sem Formúlu 1 lið McLaren hafi náð vopnum sínum að nýju. Byrjunin á tímabilinu lofaði ekki góðu hjá þessu sögufræga liðið sem hefur yfir að skipa átta heimsmeistaratitlum bílasmiða í Formúlu 1. McLaren var framan af með einn lélegasta bílinn á rásröðinni og náði aðeins að hala inn 17 stigum á fyrstu níu keppnishelgum tímabilsins. Það voru fáar vísbendingar á lofti um að tímabil þessa breska liðs myndi verða eftirminnilegt en þrotlaus vinna og fjárfesting í uppfærslu á bíl liðsins er nú farin að skila sér rækilega. Frá síðustu átta keppnishelgum hefur McLaren náð að hala inn 145 stigum og hefur meðalstigafjöldi liðsins farið úr 2,1 stigi upp í 18,1 stig. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Það hversu langt McLaren er komið á sinni vegferð á tímabilinu kristallast í góðum árangri liðsins í Japans-kappakstrinum um síðastliðna helgi. Ökumenn liðsins, Bretinn Lando Norris og Ástralinn Oscar Piastri, enduðu báðir á verðlaunapalli. Nánar tiltekið í öðru og þriðja sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. „Framfarirnar hjá liðinu eru ótrúlegar,“ segir Lando Norris, ökumaður McLaren í kjölfar keppnishelgarinnar í Japan. „Ég er yfir mig stoltur af liðinu. Við erum að taka mörg skref fram á hverri einustu keppnishelgi. Við erum að leggja hart að okkur. Ég er viss um að það muni koma krefjandi tímar aftur en þetta er allt í rétta átt hjá okkur. McLaren er eitt af þessum stóru liðum úr sögu Formúlu 1 og mun án efa vilja koma sér í þá stöðu að geta barist um heimsmeistaratitla á nýjan leik. Síðasti heimsmeistaratitill liðsins kom í flokki ökumanna árið 2008 en þar var það Bretinn Lewis Hamilton sem ók fyrir liðið. Í flokki bílasmiða varð McLaren síðast heimsmeistari árið 1998. Það ár vann liðið tvöfalt með öflugum bíl, sem og ökumannsteymi skipað þeim Mika Hakkinen og David Coulthard. Bretland Japan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Byrjunin á tímabilinu lofaði ekki góðu hjá þessu sögufræga liðið sem hefur yfir að skipa átta heimsmeistaratitlum bílasmiða í Formúlu 1. McLaren var framan af með einn lélegasta bílinn á rásröðinni og náði aðeins að hala inn 17 stigum á fyrstu níu keppnishelgum tímabilsins. Það voru fáar vísbendingar á lofti um að tímabil þessa breska liðs myndi verða eftirminnilegt en þrotlaus vinna og fjárfesting í uppfærslu á bíl liðsins er nú farin að skila sér rækilega. Frá síðustu átta keppnishelgum hefur McLaren náð að hala inn 145 stigum og hefur meðalstigafjöldi liðsins farið úr 2,1 stigi upp í 18,1 stig. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Það hversu langt McLaren er komið á sinni vegferð á tímabilinu kristallast í góðum árangri liðsins í Japans-kappakstrinum um síðastliðna helgi. Ökumenn liðsins, Bretinn Lando Norris og Ástralinn Oscar Piastri, enduðu báðir á verðlaunapalli. Nánar tiltekið í öðru og þriðja sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. „Framfarirnar hjá liðinu eru ótrúlegar,“ segir Lando Norris, ökumaður McLaren í kjölfar keppnishelgarinnar í Japan. „Ég er yfir mig stoltur af liðinu. Við erum að taka mörg skref fram á hverri einustu keppnishelgi. Við erum að leggja hart að okkur. Ég er viss um að það muni koma krefjandi tímar aftur en þetta er allt í rétta átt hjá okkur. McLaren er eitt af þessum stóru liðum úr sögu Formúlu 1 og mun án efa vilja koma sér í þá stöðu að geta barist um heimsmeistaratitla á nýjan leik. Síðasti heimsmeistaratitill liðsins kom í flokki ökumanna árið 2008 en þar var það Bretinn Lewis Hamilton sem ók fyrir liðið. Í flokki bílasmiða varð McLaren síðast heimsmeistari árið 1998. Það ár vann liðið tvöfalt með öflugum bíl, sem og ökumannsteymi skipað þeim Mika Hakkinen og David Coulthard.
Bretland Japan Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira