Körfubolti

Toronto leiðir kapphlaupið um Lillard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Damian Lillard er væntanlega á leið frá Portland Trail Blazers.
Damian Lillard er væntanlega á leið frá Portland Trail Blazers. getty/Maddie Meyer

Toronto Raptors þykir líklegast til að fá bandarísku körfuboltastjörnuna Damian Lillard.

ESPN greinir frá þessu. Lillard hefur leikið með Portland Trail Blazers allan sinn feril í NBA en óskaði eftir því að verða skipt frá félaginu í sumar. Óskaáfangastaður hans var Miami Heat.

Viðræður Miami og Portland hafa þó litlu skilað og Toronto er nú komið inn í myndina. Toronto hefur upp á ýmislegt að bjóða í skiptum, meðal annars Pascal Siakam, O.G. Anunoby og Scottie Barnes, nýliða ársins 2022.

Milwaukee Bucks, Boston Celtics, Philadelphia 76ers og Chicago Bulls hafa einnig áhuga á Lillard en búist er við því að honum verði skipt frá Portland fyrir fjölmiðladag NBA-deildarinnar 2. október.

Portland valdi Lillard með sjötta valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann er stigahæstur í sögu félagsins með 19.376 stig.

Lillard, sem er 33 ára, hefur sjö sinnum spilað í stjörnuleiknum og var valinn í fyrsta úrvalslið NBA 2018. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í annað úrvalslið deildarinnar og tvisvar í það þriðja. Lillard var valinn nýliði ársins í NBA 2013.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×