Erla Rún leiðir Rannsóknasetur skapandi greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2023 10:42 Erla Rún Guðmundsdóttir lærði bæði í Kaupmannahöfn og Mílanó. Erla Rún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG). Setrið var sett á stofn í vor en meginmarkmið þess er efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. Erla Rún er með meistarapróf í stjórnun og fjármálum menningar og skapandi greina frá Bocconi háskólanum í Mílanó og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og haft þar veg og vanda að þróun menningarvísa og annarrar menningartölfræði. Starf Erlu Rúnar felst í að móta rannsóknastefnu setursins með stjórn þess, sinna miðlun og samskiptum, kortleggja styrkumhverfi fyrir rannsóknir á þessu sviði, og koma á laggirnar ráðgjafahóp RSG. „Það eru spennandi verkefni framundan. Með vaxandi meðvitund um mikilvægi og hlutverk skapandi greina eykst þörfin fyrir rannsóknir á þessu sviði. Ég hlakka til samvinnu við fjölbreyttan hóp rannsakenda og fulltrúa skapandi greina,“ segir Erla Rún. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG fagnar ráðningunni og segir Erlu Rún rétta manneskju á réttum stað. „Erla Rún kemur eins og kölluð í þetta starf og mun leiða með okkur þróun á bæði akademískum og sérhæfðum þjónusturannsóknum. Hún hefur stýrt uppbyggingu á menningarvísum á Hagstofu Íslands og mun nú leiða það uppbyggingarstarf sem felst í að auka rannsóknavirkni á sviði menningar og skapandi greina á Íslandi. Starf hennar á Hagstofu Íslands undanfarin ár er ein af forsendum fyrir rannsóknum, samanburði og skilgreiningum á þessum vaxandi og kvika atvinnuvegi.“ Stofnaðilar setursins eru Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti. Rannsóknarstefna setursins verður byggð á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar sem út kom í maí síðastliðinn. Háskólar Vistaskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Erla Rún er með meistarapróf í stjórnun og fjármálum menningar og skapandi greina frá Bocconi háskólanum í Mílanó og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og haft þar veg og vanda að þróun menningarvísa og annarrar menningartölfræði. Starf Erlu Rúnar felst í að móta rannsóknastefnu setursins með stjórn þess, sinna miðlun og samskiptum, kortleggja styrkumhverfi fyrir rannsóknir á þessu sviði, og koma á laggirnar ráðgjafahóp RSG. „Það eru spennandi verkefni framundan. Með vaxandi meðvitund um mikilvægi og hlutverk skapandi greina eykst þörfin fyrir rannsóknir á þessu sviði. Ég hlakka til samvinnu við fjölbreyttan hóp rannsakenda og fulltrúa skapandi greina,“ segir Erla Rún. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG fagnar ráðningunni og segir Erlu Rún rétta manneskju á réttum stað. „Erla Rún kemur eins og kölluð í þetta starf og mun leiða með okkur þróun á bæði akademískum og sérhæfðum þjónusturannsóknum. Hún hefur stýrt uppbyggingu á menningarvísum á Hagstofu Íslands og mun nú leiða það uppbyggingarstarf sem felst í að auka rannsóknavirkni á sviði menningar og skapandi greina á Íslandi. Starf hennar á Hagstofu Íslands undanfarin ár er ein af forsendum fyrir rannsóknum, samanburði og skilgreiningum á þessum vaxandi og kvika atvinnuvegi.“ Stofnaðilar setursins eru Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti. Rannsóknarstefna setursins verður byggð á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar sem út kom í maí síðastliðinn.
Háskólar Vistaskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira