Þegar lítil þúfa... Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. september 2023 08:01 Fulltrúar Afstöðu funduðu nýverið með ráðherra dómsmála þar sem framkvæmdir á Litla-Hrauni báru á góma, rétt eins og á öllum fundum félagsins í ráðuneytinu á umliðnum árum. Alltaf höfum við hamrað á því að með endurbótum á fangelsinu sé milljörðum sturtað niður því engar breytingar verði á slæmri menningu á Hrauninu og árangur fanga í vistinni því áfram bágur. Með nýju fangelsi má læra af þeim mistökum sem gerð voru við byggingu fangelsisins á Hólmsheiði, en þau eru efni í aðra grein, og breyta fangavist á Íslandi til hins betra. Afstaða hefur leynt og ljóst barist af miklum krafti við að draga fangelsismál fram í dagsljósið. Baráttumálin eru mörg og eitt þeirra var heildarendurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Í þeirri endurskoðun verður að hafa endurhæfingu að leiðarljósi og um leið henda burtu hinni ómanneskjulegu refsistefnu. Ef vel tekst við umrædda heildarendurskoðun þá á sama tíma lýkur mínu markmiði sem formaður Afstöðu og get ég þá hætt eftir tíu ára starf. Verði frumvarpið jafn illa unnið og síðast munuð þið sitja uppi með mig í alla vega tíu ár til viðbótar! Við ráðherra dómsmála, sem sannarlega er að láta verkin tala eftir að hafa hlustað á sérfræðinga í málaflokkknum, vil ég segja: TAKK Guðrún Hafsteinsdóttir. Við hjá Afstöðu hlökkum til samstarfsins næstu misseri. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fulltrúar Afstöðu funduðu nýverið með ráðherra dómsmála þar sem framkvæmdir á Litla-Hrauni báru á góma, rétt eins og á öllum fundum félagsins í ráðuneytinu á umliðnum árum. Alltaf höfum við hamrað á því að með endurbótum á fangelsinu sé milljörðum sturtað niður því engar breytingar verði á slæmri menningu á Hrauninu og árangur fanga í vistinni því áfram bágur. Með nýju fangelsi má læra af þeim mistökum sem gerð voru við byggingu fangelsisins á Hólmsheiði, en þau eru efni í aðra grein, og breyta fangavist á Íslandi til hins betra. Afstaða hefur leynt og ljóst barist af miklum krafti við að draga fangelsismál fram í dagsljósið. Baráttumálin eru mörg og eitt þeirra var heildarendurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Í þeirri endurskoðun verður að hafa endurhæfingu að leiðarljósi og um leið henda burtu hinni ómanneskjulegu refsistefnu. Ef vel tekst við umrædda heildarendurskoðun þá á sama tíma lýkur mínu markmiði sem formaður Afstöðu og get ég þá hætt eftir tíu ára starf. Verði frumvarpið jafn illa unnið og síðast munuð þið sitja uppi með mig í alla vega tíu ár til viðbótar! Við ráðherra dómsmála, sem sannarlega er að láta verkin tala eftir að hafa hlustað á sérfræðinga í málaflokkknum, vil ég segja: TAKK Guðrún Hafsteinsdóttir. Við hjá Afstöðu hlökkum til samstarfsins næstu misseri. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar