Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. september 2023 11:50 Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar byggingu á nýju fangelsi og segir húsakostinn á Litla-Hrauni ömurlegan. Vísir/Arnar Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“ Fangelsismál Árborg Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“
Fangelsismál Árborg Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira