Enn vandræði á fasteignamarkaði í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 10:46 Fasteignamarkaður Kína hefur beðið hnekki á undanförnum árum en hann er gífurlega mikilvægur hagkerfi landsins. AP/Andy Wong Vandræðum kínverska fjárfestingafélagsins Evergrande Group er ekki lokið enn. Forsvarsmönnum félagsins, sem er skuldsettasta fasteignafélag heimsins, gengur illa að endurskipuleggja lán þess og hefur það leitt til áhyggja meðal fjárfesta í Asíu. Fjárfestar þessir hafa selt hlutabréf sín í Evergrande og öðrum sambærilegum félögum í morgun. Þetta hefur leitt til verðhruns meðal fasteignafélaga í Kína en virði Evergrande lækkaði þegar mest var um fjórðung í morgun, samkvæmt frétt CNBC. Evergrande lenti í vanskilum árið 2021 og leiddi það til áhyggja af hagkerfi Kína. Evergranda varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins unnið að endurskipulagningu skulda en þær eru um 4.300 milljarðar króna. Sjá einnig: Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Frá 28. ágúst hefur virði félagsins lækkað um 87 prósent. Fasteignamarkaður Kína er ríkinu gífurlega mikilvægur og er hann gríðarlega stór. Um það bil fjórðungur af landsframleiðslu Kína kemur frá fasteignamarkaðnum, samkvæmt frétt Reuters. Frá 2021 hafa mörg fjárfestingafélög eins og Evergrande orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn margra þeirra hafa reynt að endurskipuleggja lán sín en hefur gengið illa. Fleiri félög í vandræðum Ástandið á fasteignamarkaðnum gæti versnað til muna. Country Garden, stærsta einkarekna fasteignafélag landsins, á í miklum fjárhagsörðugleikum. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn félagsins hafi einbeitt sér að borgum í sveitahéruðum Kína og iðnaðarsvæðum sem hafi spilað stóra rullu í hagvexti í Kína undanfarin ár. Nú hafi fjárfestingar dregist saman og fólk flytur burt af þessum svæðum. Félagið tapaði sjö milljörðum dala (Tæplega þúsund milljarðar króna) á fyrri hluta þessa árs og er það að miklu leyti vegna fasteigna sem lækkuðu í virði. Sala fasteigna í ágúst var sjötíu prósentum minni en í ágúst í fyrra. Í síðasta mánuði komst félagið naumlega hjá því að lenda í vanskilum á vaxtagreiðslum. Sérfræðingar segja gjaldþrot nánast óhjákvæmilegt án þess að salan taki við sér. Yfirvöld í Kína hafa breytt reglum með því markmiði að auka sölu og á það sérstaklega við fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sérfræðingur sagði í samtali við WSJ að það myndi líklega skila árangri í stærstu borgum Kína en í smærri borgum, þar sem Country Garden er umsvifamest, væri besta sviðsmyndin sú að sala drægist ekki meira saman. Kína Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestar þessir hafa selt hlutabréf sín í Evergrande og öðrum sambærilegum félögum í morgun. Þetta hefur leitt til verðhruns meðal fasteignafélaga í Kína en virði Evergrande lækkaði þegar mest var um fjórðung í morgun, samkvæmt frétt CNBC. Evergrande lenti í vanskilum árið 2021 og leiddi það til áhyggja af hagkerfi Kína. Evergranda varð nokkurs konar táknmynd fyrir vandræði á fasteignamarkaði Kína. Síðan þá hafa forsvarsmenn félagsins unnið að endurskipulagningu skulda en þær eru um 4.300 milljarðar króna. Sjá einnig: Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Frá 28. ágúst hefur virði félagsins lækkað um 87 prósent. Fasteignamarkaður Kína er ríkinu gífurlega mikilvægur og er hann gríðarlega stór. Um það bil fjórðungur af landsframleiðslu Kína kemur frá fasteignamarkaðnum, samkvæmt frétt Reuters. Frá 2021 hafa mörg fjárfestingafélög eins og Evergrande orðið gjaldþrota. Forsvarsmenn margra þeirra hafa reynt að endurskipuleggja lán sín en hefur gengið illa. Fleiri félög í vandræðum Ástandið á fasteignamarkaðnum gæti versnað til muna. Country Garden, stærsta einkarekna fasteignafélag landsins, á í miklum fjárhagsörðugleikum. Í frétt Wall Street Journal segir að forsvarsmenn félagsins hafi einbeitt sér að borgum í sveitahéruðum Kína og iðnaðarsvæðum sem hafi spilað stóra rullu í hagvexti í Kína undanfarin ár. Nú hafi fjárfestingar dregist saman og fólk flytur burt af þessum svæðum. Félagið tapaði sjö milljörðum dala (Tæplega þúsund milljarðar króna) á fyrri hluta þessa árs og er það að miklu leyti vegna fasteigna sem lækkuðu í virði. Sala fasteigna í ágúst var sjötíu prósentum minni en í ágúst í fyrra. Í síðasta mánuði komst félagið naumlega hjá því að lenda í vanskilum á vaxtagreiðslum. Sérfræðingar segja gjaldþrot nánast óhjákvæmilegt án þess að salan taki við sér. Yfirvöld í Kína hafa breytt reglum með því markmiði að auka sölu og á það sérstaklega við fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Sérfræðingur sagði í samtali við WSJ að það myndi líklega skila árangri í stærstu borgum Kína en í smærri borgum, þar sem Country Garden er umsvifamest, væri besta sviðsmyndin sú að sala drægist ekki meira saman.
Kína Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira