Handbolti

Kiel vill fá Sigvalda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigvaldi Guðjónsson er í sigti Þýskalandsmeistara Kiel.
Sigvaldi Guðjónsson er í sigti Þýskalandsmeistara Kiel. VÍSIR/VILHELM

Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, er orðaður við Þýskalandsmeistara Kiel.

Þetta kemur fram á Håndballrykter á Twitter og handbolti.is greinir frá. Í færslunni kemur fram að viðræður séu í gangi um vistaskipti Sigvalda til Kiel og þýsku meistararnir vilji fá hann sem fyrst.

Sigvaldi hefur leikið með Kolstad í Noregi frá því í fyrra. Á Twitter kemur fram að norsku meistararnir vilji fá Kristian Bjørnsen sem hefur verið fastamaður í norska landsliðinu um árabil og leikur með Álaborg í Danmörku.

Svíinn Niclas Ekberg spilar í hægra horninu hjá Kiel en til vara er liðið með tvo unga leikmenn, Sven Ehrig og Jarnes Faust. Hinn 34 ára Ekberg hefur leikið með Kiel frá 2012.

Sigvaldi skoraði tvö mörk þegar Kolstad tapaði óvænt fyrir Runar, 36-30, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Bæði mörk Sigvalda komu úr vítum.

Sigvaldi varð tvöfaldur meistari með Kolstad á síðasta tímabili. Hann kom til liðsins frá Kielce í Póllandi fyrir síðasta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×